Fyrsta mark Bólivíu í fimm mánuði dugði ekki til

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Landsliðsmenn Bólivíu höfðu ekki náð að skora fyrir land sitt síðan í mars
Landsliðsmenn Bólivíu höfðu ekki náð að skora fyrir land sitt síðan í mars vísir/getty
Perú kom til baka eftir að hafa lent undir gegn Bólivíu og vann 3-1 sigur í A-riðli Suður-Ameríkukeppninnar í gærkvöld.Bólivía, sem hefur ekki unnið Suður-Ameríkukeppnina síðan 1963, hafði ekki skorað mark í fimm leikjum en þeir áttu frumkvæðið gegn Perú. Marcelo Moreno skoraði eftir vítaspyrnu sem myndbandsdómgæslan dæmdi þeim.Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks jafnaði Paolo Guerrero metin fyrir Peru. Guerrero var aftur á ferðinni í seinni hálfleik þegar hann lagði upp mark Jefferson Farfan.Perú var mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik en markmaður Bólivíu Carlos Lampe hélt þeim inn í leiknum. Í uppbótartíma seinni hálfleiks skoraði Edison Flores hins vegar þriðja markið, 3-1 sigur Perú.Perú er nú með fjögur stig í A-riðli fyrir lokaumferð riðlakeppninnar, líkt og Brasilía, en liðin mætast í lokaumferðinni.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.