Lífið

Hafþór ekki lengur sterkasti maður heims

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Mateusz Kieliszkowski, Martins Licis og Hafþór Júlíus Björnsson með verðlaunagripina.
Mateusz Kieliszkowski, Martins Licis og Hafþór Júlíus Björnsson með verðlaunagripina. Martins Licis
Bandaríkjamaðurinn Martins Licis velti Hafþóri Júlíusi Björnssyni úr sessi sem sterkasti maður heims á Florida um helgina. Hafþór, sem sigraði keppnina í fyrra, hafnaði í þriðja sæti í ár á eftir fyrrnefndum Licis og Pólverjanum Mateusz Kieliszkowski.

Hafþór reif vöðva aftan í ilinni strax í annarri þraut sem olli honum „miklum sársauka og óþægindum“ eins og hann orðaði það. Þá gerði Hafþór afdrifarík mistök í einvígi við Kieliszkowski þegar hann missti steðja og tapaði fyrir vikið mikilvægum sekúndum, eins og sjá má hér að neðan.

Þrátt fyrir það endaði Hafþór á verðlaunapalli sem fyrr segir, áttunda árið í röð. Hann varð sterkasti maður í heims í fyrra og bættist þar í hóp Íslendinganna Magnúsar Vers Magnússonar og Jóns Páls Sigmarssonar. 

Hafþór sagði undir lok síðasta árs að hann hefði áhuga á að keppa í aflraunum í hið minnsta eitt ár í viðbót. Því er ekki útilokað að hann reyni að endurheimta titilinn að ári.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×