Lífið

Hafþór Júlíus Björnsson sterkasti maður heims árið 2018

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sterkustu menn í heimi árið 2018.
Sterkustu menn í heimi árið 2018. Facebook/ Strongman
Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið, stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um titilinn Heimsins sterkasti maður. Keppnin fór fram í Manilla á Filippseyjum. Þetta er í fyrsta skipti sem Hafþór fær þennan titil en hann þótti sigurstranglegastur í ár þrátt fyrir sterka keppinauta. Í öðru sæti varð Mateusz Kieliszkowski frá Póllandi og Brian Shaw frá Bandaríkjunum lenti í því þriðja. Íslendingur vann keppnina síðast árið 1996, þegar Magnús Ver fékk titilinn þriðja árið í röð. Hafþór hefur á undanförnum árum keppt um titilinn og iðulega verið mjög nálægt því að feta í fótspor Jón Páls Sigmarssonar og Magnúsar Vers Magnússonar og hreppa titillinn, en hann hefur í þrígang lent í öðru sæti, og í þrígang lent í þriðja sæti. Hafþór hafnaði í öðru sæti í fyrra og sagðist hann þá hafa verið snuðaður um titilinn en Eddie Hall sigraðu naumlega í fyrra.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.