Lífið

Hafþór Júlíus Björnsson sterkasti maður heims árið 2018

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sterkustu menn í heimi árið 2018.
Sterkustu menn í heimi árið 2018. Facebook/ Strongman

Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið, stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um titilinn Heimsins sterkasti maður. Keppnin fór fram í Manilla á Filippseyjum. Þetta er í fyrsta skipti sem Hafþór fær þennan titil en hann þótti sigurstranglegastur í ár þrátt fyrir sterka keppinauta. Í öðru sæti varð Mateusz Kieliszkowski frá Póllandi og Brian Shaw frá Bandaríkjunum lenti í því þriðja. 

Íslendingur vann keppnina síðast árið 1996, þegar Magnús Ver fékk titilinn þriðja árið í röð. Hafþór hefur á undanförnum árum keppt um titilinn og iðulega verið mjög nálægt því að feta í fótspor Jón Páls Sigmarssonar og Magnúsar Vers Magnússonar og hreppa titillinn, en hann hefur í þrígang lent í öðru sæti, og í þrígang lent í þriðja sæti. 

Hafþór hafnaði í öðru sæti í fyrra og sagðist hann þá hafa verið snuðaður um titilinn en Eddie Hall sigraðu naumlega í fyrra.

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.