Sport

Vandræðalaust hjá Fjallinu er hann varð sterkasti maður Íslands

Anton Ingi Leifsson skrifar

Hafþór Júlíus Björnsson átti ekki í vandræðum með að vinna sterkasti maður Íslands en mótið fór fram í gær.

Hafþór hefur ekki keppni á þessu ári en hann bar sigur úr býtum á Arnold Classic-mótinu á Ohio í Bandaríkjunum og fylgdi því eftir með sigri í sterkasta manni Evrópu.

Í síðasta mánuði varð svo Hafþór sterkasti maður heims en undanfarna daga og vikur hefur hann verið við tökur á Game of thrones þar sem kappinn leikur stórt hlutverk.

Hann fékk leyfi til þess að skjótast til Íslands til að taka þátt í keppninni og átti ekki í miklum vandræðum með að vinna keppnina.

Fréttina úr Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld má sjá í glugganum efst í fréttinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.