Lagði til lægri laun til ráðherra en minnihlutaformennirnir fá Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. júní 2019 06:15 Sigmundur Davíð hefði fengið hærri laun en ráðherrar hefði tillaga hans verið samþykkt. Fréttablaðið/Ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lagði fram breytingartillögu á þingi í gær þar sem hann lagði til umtalsverða lækkun launa forsætisráðherra og annarra ráðherra ríkisstjórnarinnar. Tillagan fól í sér að lækka laun forsætisráðherra úr 2.021 þúsund krónum á mánuði í 1.596 þúsund krónur og annarra ráðherra úr 1.826 þúsund krónum í 1.431 þúsund krónur. Sigmundur Davíð sagði þetta ráðlegt til að jafna kjör og draga úr launamun alþingismanna annars vegar og ráðherra hins vegar. Jafna stöðu löggjafarvaldsins og framkvæmdarvaldsins, eins og hann orðaði það. Hefði tillagan verið samþykkt hins vegar hefðu laun forsætisráðherra og annarra ráðherra orðið lægri en launin sem Sigmundur og aðrir formenn stjórnmálaflokka í stjórnarandstöðu fá núna. Tillagan tók nefnilega ekki til þess álags sem formenn stjórnmálaflokka fá til að færa þá nær ráðherrum í kjörum. Í þriðju umræðu um stjórnarfrumvarp um breytingu á launafyrirkomulagi vegna breytinga sem urðu við brotthvarf kjararáðs sköpuðust nokkuð snarpar umræður um tillögu Sigmundar. Auk áðurnefnds sagði Sigmundur að lækkun launa ráðherra ríkisstjórnarinnar myndi draga úr líkum á því að einhverjir flokkar færu að gefa eftir stefnu sína, grundvallarsjónarmið og kosningaloforð fyrir ráðherrastóla og þar með hærri laun. Sagði Sigmundur svo reyndar eðlilegt að skoða reglur um þingfararkaup og álagsgreiðslur til formanna flokka færi svo að tillaga hans yrði samþykkt.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.FBL/ERNIRKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra brást illa við tillögu Sigmundar Davíðs og var hvöss í andsvari sínu. Sagði hana „til þess eins að varpa rýrð á þá sem sitja hér sem ráðherrar og gefa í skyn að þeirra heilindi séu ekki næg í starfi og þetta snúist allt um launatölur. Ég gef bara ekkert fyrir það.“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók einnig til máls og benti Sigmundi á að þingið hefði gert breytingu fyrir nokkru varðandi álagsgreiðslur til formanna flokka í stjórnarandstöðu, einmitt til að þeir yrðu álíka settir og ráðherrar. Skaut hann svo fast á formann Miðflokksins. „Það er þess vegna stórundarlegt að hlusta hér á umræður um að það sé slíkur launamunur hjá ráðherrum og hinum sem eru í þinginu að það sé sérstakur hvati í því fólginn til að kasta frá sér stefnumálum sínum og mynda ríkisstjórn til að tryggja sér betri kjör. Með þessum rökum væri alveg eins hægt að segja að álagsgreiðslan til formanna væri sérstakur hvati til að stofna nýjan stjórnmálaflokk og gerast í honum formaður og ná sér þannig í greiðsluna,“ sagði Bjarni og uppskar hlátrasköll í þingsal. Sagði hann röksemdafærslu Sigmundar á þannig plani að hún væri frumvarpinu ekki samboðin. Sigmundur Davíð, líkt og aðrir formenn í stjórnarandstöðu, fær þingfararkaup sem nemur 1.101 þúsund krónum á mánuði. Álagsgreiðsla vegna formennskunnar nemur svo 550 þúsund krónum og eru heildarlaunagreiðslur hans 1.651.791 króna. Eru þá fastar mánaðarlegar kostnaðargreiðslur til Sigmundar upp á rúmar 200 þúsund krónur undanskildar. Tillaga Sigmundar var felld með 35 atkvæðum gegn 9. Fimm sátu hjá. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lagði fram breytingartillögu á þingi í gær þar sem hann lagði til umtalsverða lækkun launa forsætisráðherra og annarra ráðherra ríkisstjórnarinnar. Tillagan fól í sér að lækka laun forsætisráðherra úr 2.021 þúsund krónum á mánuði í 1.596 þúsund krónur og annarra ráðherra úr 1.826 þúsund krónum í 1.431 þúsund krónur. Sigmundur Davíð sagði þetta ráðlegt til að jafna kjör og draga úr launamun alþingismanna annars vegar og ráðherra hins vegar. Jafna stöðu löggjafarvaldsins og framkvæmdarvaldsins, eins og hann orðaði það. Hefði tillagan verið samþykkt hins vegar hefðu laun forsætisráðherra og annarra ráðherra orðið lægri en launin sem Sigmundur og aðrir formenn stjórnmálaflokka í stjórnarandstöðu fá núna. Tillagan tók nefnilega ekki til þess álags sem formenn stjórnmálaflokka fá til að færa þá nær ráðherrum í kjörum. Í þriðju umræðu um stjórnarfrumvarp um breytingu á launafyrirkomulagi vegna breytinga sem urðu við brotthvarf kjararáðs sköpuðust nokkuð snarpar umræður um tillögu Sigmundar. Auk áðurnefnds sagði Sigmundur að lækkun launa ráðherra ríkisstjórnarinnar myndi draga úr líkum á því að einhverjir flokkar færu að gefa eftir stefnu sína, grundvallarsjónarmið og kosningaloforð fyrir ráðherrastóla og þar með hærri laun. Sagði Sigmundur svo reyndar eðlilegt að skoða reglur um þingfararkaup og álagsgreiðslur til formanna flokka færi svo að tillaga hans yrði samþykkt.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.FBL/ERNIRKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra brást illa við tillögu Sigmundar Davíðs og var hvöss í andsvari sínu. Sagði hana „til þess eins að varpa rýrð á þá sem sitja hér sem ráðherrar og gefa í skyn að þeirra heilindi séu ekki næg í starfi og þetta snúist allt um launatölur. Ég gef bara ekkert fyrir það.“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók einnig til máls og benti Sigmundi á að þingið hefði gert breytingu fyrir nokkru varðandi álagsgreiðslur til formanna flokka í stjórnarandstöðu, einmitt til að þeir yrðu álíka settir og ráðherrar. Skaut hann svo fast á formann Miðflokksins. „Það er þess vegna stórundarlegt að hlusta hér á umræður um að það sé slíkur launamunur hjá ráðherrum og hinum sem eru í þinginu að það sé sérstakur hvati í því fólginn til að kasta frá sér stefnumálum sínum og mynda ríkisstjórn til að tryggja sér betri kjör. Með þessum rökum væri alveg eins hægt að segja að álagsgreiðslan til formanna væri sérstakur hvati til að stofna nýjan stjórnmálaflokk og gerast í honum formaður og ná sér þannig í greiðsluna,“ sagði Bjarni og uppskar hlátrasköll í þingsal. Sagði hann röksemdafærslu Sigmundar á þannig plani að hún væri frumvarpinu ekki samboðin. Sigmundur Davíð, líkt og aðrir formenn í stjórnarandstöðu, fær þingfararkaup sem nemur 1.101 þúsund krónum á mánuði. Álagsgreiðsla vegna formennskunnar nemur svo 550 þúsund krónum og eru heildarlaunagreiðslur hans 1.651.791 króna. Eru þá fastar mánaðarlegar kostnaðargreiðslur til Sigmundar upp á rúmar 200 þúsund krónur undanskildar. Tillaga Sigmundar var felld með 35 atkvæðum gegn 9. Fimm sátu hjá.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira