Innlent

Mjaldrarnir lagðir af stað til Íslands

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Mjaldrarnir fljúga nú til landsins.
Mjaldrarnir fljúga nú til landsins. Vísir/HJALTI
Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít eru lagðar af stað til Íslands flugleiðina frá Kína. Boeing 747-þotan sem flytur mjaldrana lagði af stað á fjórða tímanum í nótt, að íslenskum tíma, og er væntanleg hingað til lands um klukkan tvö í dag.

Er það örlítið seinna en upprunlega var gert ráð ráð fyrir, en það skýrist af smávægilegum breytingum á flugáætlun dagsins að sögn skipuleggjenda.

Stefnt hafði verið að því að systurnar kæmu hingað til lands í apríl en flutningunum var frestað vegna veðurs og slæmra aðstæðna í Landeyjahöfn. Áður en hvalirnir rata á endanlegan áfangastað sinn í Klettsvík við Vestmannaeyjar munu þeir dvelja í stórri hvalalaug til að venjast aðstæðum.

Með því að smella hér má fylgjast með flugi þotunnar sem flytur mjaldrana til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×