Sigurmark Zapata á elleftu stundu skaut Kólumbíu áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zapata skoraði sigurmarkið í nótt.
Zapata skoraði sigurmarkið í nótt. vísir/Getty
Kólumbía er komið áfram í átta liða úrslit Suður-Ameríkukeppninnar eftir 1-0 sigur á Katar á Estadio do Morumbi leikvanginum í Sao Paulo í kvöld.Markalaust var í fyrri hálfleiknum og allt þangað til fjórum mínútum fyrir leikslok. Þá skallaði Duvan Zapata boltann í netið eftir glæsilega sendingu James Rodriguez.Lokatölur urðu 1-0 sigur Kólumbíu sem eru því komnir áfram í átta liða úrslitin eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjunum.Katar er hins vegar með eitt stig eftir jafntefli gegn Paragvæ í fyrstu umferðinni en Paragvæ og Argentína mætast í nótt.Flautað verður til leiks klukkan 02.30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.