Messi bjargaði stigi fyrir Argentínu úr VAR víti

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Messi jafnaði metin úr vítaspyrnu
Messi jafnaði metin úr vítaspyrnu vísir/getty
Lionel Messi tryggði Argentínumönnum stig gegn Paragvæ í Suður-Ameríkukeppninni í nótt með marki úr vítaspyrnu eftir myndbandsdómgæslu.Argentína tapaði fyrsta leik sínum í mótinu og þurfti því að sýna betri hliðar í nótt. Það gekk ekki nógu vel því á 37. mínútu kom Richard Sanchez Paragvæ yfir eftir frábæran sprett Miguel Almiron upp völlinn.Í seinni hálfleik fékk Argentína vítaspyrnu. Ivan Peris fékk boltann í sig innan vítateigs, enginn á vellinum bað um vítaspyrnu en myndbandsdómaranum fannst boltinn fara í hendina á Peris og dæmdi víti. Messi fór á punktinn og jafnaði leikinn.Stuttu seinna var Paragvæ dæmd vítaspyrna en Franco Armani í marki Argentínu varði frá Derlis Gonzalez.Argentína er á botni B-riðils með eitt stig úr tveimur leikjum líkt og Katar. Argentínumenn mæta Katar í lokaleiknum og þurfa sigur þar ef þeir ætla ekki að detta úr keppni strax að lokinni riðlakeppninni.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.