Fótbolti

Milan ræður stjóra sem hefur stýrt níu liðum á Ítalíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Marco Giampaolo þakkar fyrir sig hjá Sampdoria.
Marco Giampaolo þakkar fyrir sig hjá Sampdoria. vísir/getty

Marco Giampaolo er nýráðinn stjóri AC Milan en hann tekur við ítalska stórliðinu þann 1. júlí. Hann skrifar undir tveggja ára samning við félagið.

Marco Giampaolo er 51 árs gamall og hefur stýrt níu liðum á Ítalíu en Giampaolo hætti með Sampdoria á laugardaginn til þess að taka við AC Milan.

Giampaolo tekur við AC Milan af Gennaro Gattuso sem hætti sjálfviljugur með AC eftir tímabilið en AC Milan endaði í fimmta sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.
Giampaolo hefur stýrt Sampdoria síðustu þrjú ár en hann endaði með liðið í ellefta, tíunda og níunda sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar tímabilin þrjú.

Þar áður var hann hjá Empoli en alls hefur hann stýrt níu liðum á Ítalíu. Paolo Maldini var á föstudaginn ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá AC Milan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.