Enski boltinn

Einn dáðasti sonur Everton framlengir um eitt ár

Anton Ingi Leifsson skrifar
Baines í bikarleik með Everton á síðustu leiktíð.
Baines í bikarleik með Everton á síðustu leiktíð. vísir/getty
Leighton Baines hefur skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum við Everton og hann er því samningsbundinn félaginu þangað til næsta sumar.Síðasti samningur sem Baines skrifaði undir rann út í sumar en hún hefur Everton gefið það út að Baines mun verða áfram á Goodison Park.Á síðasta ári var Baines varaskeifa fyrir bakvörðinn Lucas Digne sem kom frá Barcelona síðasta sumar og átti frábært tímabil en fram að því hafði Baines verið einn besti leikmaður Everton.„Ég er jafn stoltur og þegar ég skrifaði fyrst undir. Mér hefur liðið vel hjá félaginu,“ sagði Englendingurinn við undirskriftina.Baines er því á leið á sitt þrettánda tímabil með Everton en hann gekk í raðir félagsins frá Wigan árið 2007. Hann ólst þú upp hjá Everton sem ungur drengur áður en hann skipti yfir til Wigan.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.