Bjórauglýsingar á golfmóti fyrir börn Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 1. júní 2019 08:45 Egils Gull mótið fór fram á Þorlákshafnarvelli. Bjórauglýsingar voru um allt. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við höldum Egils Gull mótið og þessi gagnrýni hefur alveg komið áður. Við auðvitað fylgjum, ásamt Ölgerðinni, þeim lögum og reglum sem gilda um áfengisauglýsingar á Íslandi.“ Þetta segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, aðspurður um gagnrýni sem beinist að sambandinu frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum. Foreldrasamtökin gagnrýna umgjörð Egils Gull mótsins sem haldið var um síðastliðna helgi. Mótið er ætlað fullorðnum en ungmenni geta unnið sér þar inn þátttökurétt. Mótið er styrkt af Ölgerðinni sem framleiðir meðal annars Egils Gull, bjór og léttbjór. Öll umgjörð mótsins var tileinkuð Egils Gulli og samkvæmt Foreldrasamtökunum var um áfengisauglýsingu að ræða. En samkvæmt lögum eru hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum bannaðar á Íslandi. Foreldrasamtökin segja umgjörðina óboðlega og ekki í takt við uppeldis- og forvarnarmarkmið íþróttahreyfingarinnar. Einnig segja þau Golfsambandið brjóta lög um rétt barna og ungmenna til þess að vera laus við áfengisáróður og vísa til 20. greinar áfengislaga. Haukur segir GSÍ og Ölgerðina fara eftir þeim lögum og reglum sem ríkja á Íslandi og segir auglýsingunum ekki beint að börnum. „Mótið er ekki ætlað börnum og unglingum, þetta er fullorðinsmót. Ungmennum er ekki bönnuð þátttaka í mótinu en auglýsingum er ekki beint að þeim,“ segir Haukur. Sigurvegari mótsins í karlaflokki var sextán ára gamall piltur en í kvennaflokki var það átján ára stúlka. Á heimasíðu GSÍ má sjá ljósmynd af sigurvegurunum með blaktandi Egils Gull fána í baksýn. Á fánanum standa slagorðin „Okkar tími – okkar bjór“. Eins og gefur að skilja er hvorugt sigurvegaranna með aldur til þess að kaupa áfengi og telst pilturinn enn vera barn. Haukur segir ekkert athugavert við það að auglýsa Gull á íþróttamóti þar sem börn eru þátttakendur eða að taka mynd af ungmennunum við fánann. „Þau eru sigurvegarar í mótinu og eðlilegt er að tekin sé mynd af þeim með samstarfsaðilann í baksýn. Uppfylli samstarfsaðilinn skilyrðin sem lögin setja um merkingar í slíkum auglýsingum þá sé ég ekkert athugavert við það. Samkvæmt lögum er ekki um bjór að ræða,“ segir Haukur. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Golf Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við höldum Egils Gull mótið og þessi gagnrýni hefur alveg komið áður. Við auðvitað fylgjum, ásamt Ölgerðinni, þeim lögum og reglum sem gilda um áfengisauglýsingar á Íslandi.“ Þetta segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, aðspurður um gagnrýni sem beinist að sambandinu frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum. Foreldrasamtökin gagnrýna umgjörð Egils Gull mótsins sem haldið var um síðastliðna helgi. Mótið er ætlað fullorðnum en ungmenni geta unnið sér þar inn þátttökurétt. Mótið er styrkt af Ölgerðinni sem framleiðir meðal annars Egils Gull, bjór og léttbjór. Öll umgjörð mótsins var tileinkuð Egils Gulli og samkvæmt Foreldrasamtökunum var um áfengisauglýsingu að ræða. En samkvæmt lögum eru hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum bannaðar á Íslandi. Foreldrasamtökin segja umgjörðina óboðlega og ekki í takt við uppeldis- og forvarnarmarkmið íþróttahreyfingarinnar. Einnig segja þau Golfsambandið brjóta lög um rétt barna og ungmenna til þess að vera laus við áfengisáróður og vísa til 20. greinar áfengislaga. Haukur segir GSÍ og Ölgerðina fara eftir þeim lögum og reglum sem ríkja á Íslandi og segir auglýsingunum ekki beint að börnum. „Mótið er ekki ætlað börnum og unglingum, þetta er fullorðinsmót. Ungmennum er ekki bönnuð þátttaka í mótinu en auglýsingum er ekki beint að þeim,“ segir Haukur. Sigurvegari mótsins í karlaflokki var sextán ára gamall piltur en í kvennaflokki var það átján ára stúlka. Á heimasíðu GSÍ má sjá ljósmynd af sigurvegurunum með blaktandi Egils Gull fána í baksýn. Á fánanum standa slagorðin „Okkar tími – okkar bjór“. Eins og gefur að skilja er hvorugt sigurvegaranna með aldur til þess að kaupa áfengi og telst pilturinn enn vera barn. Haukur segir ekkert athugavert við það að auglýsa Gull á íþróttamóti þar sem börn eru þátttakendur eða að taka mynd af ungmennunum við fánann. „Þau eru sigurvegarar í mótinu og eðlilegt er að tekin sé mynd af þeim með samstarfsaðilann í baksýn. Uppfylli samstarfsaðilinn skilyrðin sem lögin setja um merkingar í slíkum auglýsingum þá sé ég ekkert athugavert við það. Samkvæmt lögum er ekki um bjór að ræða,“ segir Haukur.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Golf Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira