Fjöldi dauðra hvala á ströndum er vísindamönnum ráðgáta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júní 2019 13:26 Mögulegt er að sandlægjustofninn sé orðinn eins stór og hann getur orðið. Natalie Fobes/Getty Vísindamenn á vegum bandarísku ríkisstjórnarinnar hafa hafið rannsókna á miklum fjölda dauðra sandlægja (e. grey whale) sem skolað hefur upp á vesturströnd Bandaríkjanna. Um 70 hvalir hafa fundist á ströndum Kaliforníu, Washington, Oregon og Alaska frá áramótum en jafn mörgum dauðum sandlægjum hefur ekki skolað upp á þessum slóðum síðan árið 2000. Vísindamenn eru uggandi yfir þessum fjölda dauðra hvala sem fundist hafa og telja dýrin aðeins vera brot af þeim heildarfjölda sandlægja sem drepist hafa á árinu, þar sem flest hvalshræ sökkva beint á sjávarbotninn. Útvegsmáladeild sjávar- og andrúmsloftsstofnunnar Bandaríkjanna segir þessa háu dánartíðni hvalanna óvenjulega og að frekari rannsókna sé þörf. „Margir hvalanna hafa verið horaðir og vannærðir, en það bendir til þess að þeir hafi ekki fengið nóg að éta á síðasta átutímabili á norðurskautinu,“ sagði talsmaður stofnunarinnar, Michael Milstein, í samtali við Guardian. Sandlægjur eru skíðishvalir sem nærast nánast eingöngu á fimm mánaða tímabili frá maí fram í október. Á því tímabili er eðlilegt að meðalsandlægja éti rúmlega tonn á dag af ýmsum botndýrum, svo sem burstaormum, kuðungum, samlokum og sæbjúgum, auk síla og síldartegunda. Sandlægjustofninn hefur síðasta áratuginn mælst í um 27 þúsund dýrum, því hæsta síðan mælingar hófust árið 1967. Tegundin var nálægt útrýmingu þar sem gríðarlega miklar veiðar á stofninum fóru fram á seinni hluta nítjándu aldar. Sandlægjan var friðuð árið 1946 og mælist stofninn nú, eins og áður segir, fjöldameiri en nokkru sinni fyrr. Óvíst er hvort stofninn hefur einfaldlega náð þeim hámarksfjölda sem búsvæði þeirra býður upp á eða hvort bráðnun íss á norðurhveli jarðar sé um að kenna. Bandaríkin Dýr Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Sjá meira
Vísindamenn á vegum bandarísku ríkisstjórnarinnar hafa hafið rannsókna á miklum fjölda dauðra sandlægja (e. grey whale) sem skolað hefur upp á vesturströnd Bandaríkjanna. Um 70 hvalir hafa fundist á ströndum Kaliforníu, Washington, Oregon og Alaska frá áramótum en jafn mörgum dauðum sandlægjum hefur ekki skolað upp á þessum slóðum síðan árið 2000. Vísindamenn eru uggandi yfir þessum fjölda dauðra hvala sem fundist hafa og telja dýrin aðeins vera brot af þeim heildarfjölda sandlægja sem drepist hafa á árinu, þar sem flest hvalshræ sökkva beint á sjávarbotninn. Útvegsmáladeild sjávar- og andrúmsloftsstofnunnar Bandaríkjanna segir þessa háu dánartíðni hvalanna óvenjulega og að frekari rannsókna sé þörf. „Margir hvalanna hafa verið horaðir og vannærðir, en það bendir til þess að þeir hafi ekki fengið nóg að éta á síðasta átutímabili á norðurskautinu,“ sagði talsmaður stofnunarinnar, Michael Milstein, í samtali við Guardian. Sandlægjur eru skíðishvalir sem nærast nánast eingöngu á fimm mánaða tímabili frá maí fram í október. Á því tímabili er eðlilegt að meðalsandlægja éti rúmlega tonn á dag af ýmsum botndýrum, svo sem burstaormum, kuðungum, samlokum og sæbjúgum, auk síla og síldartegunda. Sandlægjustofninn hefur síðasta áratuginn mælst í um 27 þúsund dýrum, því hæsta síðan mælingar hófust árið 1967. Tegundin var nálægt útrýmingu þar sem gríðarlega miklar veiðar á stofninum fóru fram á seinni hluta nítjándu aldar. Sandlægjan var friðuð árið 1946 og mælist stofninn nú, eins og áður segir, fjöldameiri en nokkru sinni fyrr. Óvíst er hvort stofninn hefur einfaldlega náð þeim hámarksfjölda sem búsvæði þeirra býður upp á eða hvort bráðnun íss á norðurhveli jarðar sé um að kenna.
Bandaríkin Dýr Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Sjá meira