Áframhaldandi norðankæla í næstu viku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2019 11:11 Vísir/Vihelm Sex af síðustu átta nóttum hefur næturfrost verið viðvarandi á Norðvesturlandi, samkvæmt Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi. Í stuttum pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag segir hann nokkurs konar kuldakast á landsvísu hafa hafist 25. maí síðastliðinn en þremur dögum fyrr á Austurlandi. „Vestan til á Norðurlandi hafa næturfrost verið tíð þessa daga í byggð. Til að mynda á Gauksmýri í Línakradal skammt norðan Hvammstangagatnamóta á þjóðveginum. Þar hefur fryst 6 af síðustu 8 nóttum,“ segir Einar í færslunni og vísar þá til línurits sem má sjá með færslunni neðar í þessari frétt. Mælingar á öðrum stöðum á þessum slóðum sýni svipaða mynd. Búast megi við áframhaldandi næturfrosti og auknum norðanvindi á svæðinu fram á föstudag. Einar segir að þessi kuldatíð, sem ef spár ganga eftir verður orðin tveggja vikna löng á föstudag, valdi því að vöxtur grass stöðvist að mestum hluta. Því sé gott að gras hafi sprottið duglega áður en kuldabolinn lét á sér kræla. „Annar fylgifiskur er þurrkur, einkum suðvestan- og vestanlands. Þar hefur gengið mjög á raka í jarðvegi í sterkri sólinni að undanförnu,“ segir Einar en bendir á að spárnar geri ráð fyrir breytingum á veðurfari í kringum næstu helgi, sem kennd er við Hvítasunnu. Fréttaljósmyndari Vísis fangaði þá þessa mynd sem sýnir glögglega hinn snævi þakta topp Ingólfsfjalls, sem er til marks um þá kuldatíð sem varir nú víðs vegar um land, þrátt fyrir þá veðursæld sem íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa notið undanfarna daga.Hinn íslenski vetur lætur ekki að sér hæða þrátt fyrir að sumarið sé komið.Vísir/Vilhelm Veður Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Sex af síðustu átta nóttum hefur næturfrost verið viðvarandi á Norðvesturlandi, samkvæmt Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi. Í stuttum pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag segir hann nokkurs konar kuldakast á landsvísu hafa hafist 25. maí síðastliðinn en þremur dögum fyrr á Austurlandi. „Vestan til á Norðurlandi hafa næturfrost verið tíð þessa daga í byggð. Til að mynda á Gauksmýri í Línakradal skammt norðan Hvammstangagatnamóta á þjóðveginum. Þar hefur fryst 6 af síðustu 8 nóttum,“ segir Einar í færslunni og vísar þá til línurits sem má sjá með færslunni neðar í þessari frétt. Mælingar á öðrum stöðum á þessum slóðum sýni svipaða mynd. Búast megi við áframhaldandi næturfrosti og auknum norðanvindi á svæðinu fram á föstudag. Einar segir að þessi kuldatíð, sem ef spár ganga eftir verður orðin tveggja vikna löng á föstudag, valdi því að vöxtur grass stöðvist að mestum hluta. Því sé gott að gras hafi sprottið duglega áður en kuldabolinn lét á sér kræla. „Annar fylgifiskur er þurrkur, einkum suðvestan- og vestanlands. Þar hefur gengið mjög á raka í jarðvegi í sterkri sólinni að undanförnu,“ segir Einar en bendir á að spárnar geri ráð fyrir breytingum á veðurfari í kringum næstu helgi, sem kennd er við Hvítasunnu. Fréttaljósmyndari Vísis fangaði þá þessa mynd sem sýnir glögglega hinn snævi þakta topp Ingólfsfjalls, sem er til marks um þá kuldatíð sem varir nú víðs vegar um land, þrátt fyrir þá veðursæld sem íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa notið undanfarna daga.Hinn íslenski vetur lætur ekki að sér hæða þrátt fyrir að sumarið sé komið.Vísir/Vilhelm
Veður Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira