Ráðist ítrekað að transkonu Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júní 2019 21:00 Transkona sem veist var að á dögunum segir að þetta sé ekki fyrsta árásin sem hún verður fyrir hérlendis. Hún verði fyrir miklu aðkasti vegna kynvitundar sinnar og óttist að ganga ein úti á nóttunni. Þrjú nýleg dæmi eru um ofsóknir gegn transfólki á Íslandi og kallar baráttukona eftir réttarbótum fyrir þennan hóp. Candice Aþena Jónsdóttir var á göngu í Árbæ aðfaranótt síðastliðins föstudags þegar tveir karlmenn gáfu sig á tal við hana. Ekki leið á löngu áður en þeir fóru að hreyta í hana fúkyrðum. „Þeir halda áfram að tala svona við mig þangað til ég stend upp og segi: Af hverju eruð þið að tala svona við mig? Mér líkar ekki við þetta, nennið þið að hætta þessu, þetta er ógeðslegt,“ segir Candice. Annar mannanna hafi þá snöggreiðst. „Ég ætlaði að labba í burtu en þá segir hann ógeðslegt orð við mig og ég tek það svolítið inn á mig þannig að ég fer til baka og þá kemur hann með ótrúlega miklum hraða og ætlar að sparka ótrúlega fast í andlitið á mér,“ segir Candice en hún slasaðist á hendi. Hún segist því hafa ákveðið að kveðja mennina og ganga í burtu, en þeir hafi veitt henni eftirför og verið mjög ógnandi. „Þá hleyp ég upp í Ártún og fæ að hringja í lögregluna og löggan kemur. Þá endaði þetta vel en þeir fundu ekki þessa menn.“ Candice segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem ráðist er á hana vegna þess að hún er trans og segist hún óttast að ganga ein á næturnar vegna kynvitundar sinnar. Þess vegna vilji hún segja sögu sína og vekja athygli á málefnum transfólks. „Sem transkona langar mig að koma þessu til skila. Við erum öll eins,“ segir Candice og segir alla eiga skilið sömu framkomu. Formaður samtakanna Trans Ísland segir að árásir sem þessar séu ekkert einsdæmi. Þrjú nýleg dæmi séu um að veist hafi verið að transfólki hérlendis. Ofsóknirnar verði sífellt alvarlegri og helst það í hendur við aukningu hatursglæpa gegn transfólki á heimsvísu. Því sé mikilvægt að Alþingi grípi í taumana, ekki síst með því að samþykkja frumvarp um kynrænt sjálfræði. „Frumvarpið myndi vera stærsta skref í réttindabaráttu transfólks og intersexfólks, jafnvel í heiminum. Það er líf okkar sem er um að ræða þannig að auðvitað ættum við að fá að ráða ferðinni svolítið í þeim málum.“ Jafnréttismál Lögreglumál Tengdar fréttir Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Gerendurnir eru sagðir vera tveir erlendir karlmenn en þeir hafa ekki enn fundist. 31. maí 2019 06:31 Árásir á transfólk hérlendis sífellt alvarlegri Þrjú nýleg dæmi eru um að veist hafi verið að transfólki á Íslandi. Baráttukona segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólki í heiminum vera að aukast og því mikilvægt að Alþingi leiði í lög réttarbót fyrir þennan hóp, sem gæti orðið besta framfaraskref í málaflokknum á heimsvísu. 2. júní 2019 13:02 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Transkona sem veist var að á dögunum segir að þetta sé ekki fyrsta árásin sem hún verður fyrir hérlendis. Hún verði fyrir miklu aðkasti vegna kynvitundar sinnar og óttist að ganga ein úti á nóttunni. Þrjú nýleg dæmi eru um ofsóknir gegn transfólki á Íslandi og kallar baráttukona eftir réttarbótum fyrir þennan hóp. Candice Aþena Jónsdóttir var á göngu í Árbæ aðfaranótt síðastliðins föstudags þegar tveir karlmenn gáfu sig á tal við hana. Ekki leið á löngu áður en þeir fóru að hreyta í hana fúkyrðum. „Þeir halda áfram að tala svona við mig þangað til ég stend upp og segi: Af hverju eruð þið að tala svona við mig? Mér líkar ekki við þetta, nennið þið að hætta þessu, þetta er ógeðslegt,“ segir Candice. Annar mannanna hafi þá snöggreiðst. „Ég ætlaði að labba í burtu en þá segir hann ógeðslegt orð við mig og ég tek það svolítið inn á mig þannig að ég fer til baka og þá kemur hann með ótrúlega miklum hraða og ætlar að sparka ótrúlega fast í andlitið á mér,“ segir Candice en hún slasaðist á hendi. Hún segist því hafa ákveðið að kveðja mennina og ganga í burtu, en þeir hafi veitt henni eftirför og verið mjög ógnandi. „Þá hleyp ég upp í Ártún og fæ að hringja í lögregluna og löggan kemur. Þá endaði þetta vel en þeir fundu ekki þessa menn.“ Candice segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem ráðist er á hana vegna þess að hún er trans og segist hún óttast að ganga ein á næturnar vegna kynvitundar sinnar. Þess vegna vilji hún segja sögu sína og vekja athygli á málefnum transfólks. „Sem transkona langar mig að koma þessu til skila. Við erum öll eins,“ segir Candice og segir alla eiga skilið sömu framkomu. Formaður samtakanna Trans Ísland segir að árásir sem þessar séu ekkert einsdæmi. Þrjú nýleg dæmi séu um að veist hafi verið að transfólki hérlendis. Ofsóknirnar verði sífellt alvarlegri og helst það í hendur við aukningu hatursglæpa gegn transfólki á heimsvísu. Því sé mikilvægt að Alþingi grípi í taumana, ekki síst með því að samþykkja frumvarp um kynrænt sjálfræði. „Frumvarpið myndi vera stærsta skref í réttindabaráttu transfólks og intersexfólks, jafnvel í heiminum. Það er líf okkar sem er um að ræða þannig að auðvitað ættum við að fá að ráða ferðinni svolítið í þeim málum.“
Jafnréttismál Lögreglumál Tengdar fréttir Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Gerendurnir eru sagðir vera tveir erlendir karlmenn en þeir hafa ekki enn fundist. 31. maí 2019 06:31 Árásir á transfólk hérlendis sífellt alvarlegri Þrjú nýleg dæmi eru um að veist hafi verið að transfólki á Íslandi. Baráttukona segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólki í heiminum vera að aukast og því mikilvægt að Alþingi leiði í lög réttarbót fyrir þennan hóp, sem gæti orðið besta framfaraskref í málaflokknum á heimsvísu. 2. júní 2019 13:02 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Gerendurnir eru sagðir vera tveir erlendir karlmenn en þeir hafa ekki enn fundist. 31. maí 2019 06:31
Árásir á transfólk hérlendis sífellt alvarlegri Þrjú nýleg dæmi eru um að veist hafi verið að transfólki á Íslandi. Baráttukona segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólki í heiminum vera að aukast og því mikilvægt að Alþingi leiði í lög réttarbót fyrir þennan hóp, sem gæti orðið besta framfaraskref í málaflokknum á heimsvísu. 2. júní 2019 13:02