Innlent

Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt

Sylvía Hall skrifar
Tilkynning barst um líkamsárásina rétt eftir klukkan eitt í nótt.
Tilkynning barst um líkamsárásina rétt eftir klukkan eitt í nótt. Vísir/Vilhelm
Lögreglan hafði í nægu að snúast í nótt en alls voru sextíu mál bókuð hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu frá gærkvöldinu til morguns.

Rétt fyrir klukkan hálf tvö í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar í Árbæ. Þolandi var fluttur á sjúkrahús með nokkra áverka eftir líkamsárásina sem er talin vera hatursglæpur vegna kynvitundar. Gerendurnir eru sagðir vera tveir erlendir karlmenn en þeir hafa ekki enn fundist.

Þá var tilkynnt um þjófnað á tölvu á hóteli í miðbænum. Þjófurinn fannst þó fljótlega eftir að lögreglumenn báru kennsl á hann á upptökum úr eftirlitsmyndavélum og var hann handtekinn á heimilinu sínu þar sem tölvan var endurheimt.

Alls voru sex ökumenn handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í gærkvöldi og í nótt en voru allir látnir lausir eftir sýnatöku.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.