Sjö hross felld vegna nýs taugasjúkdóms á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 3. júní 2019 13:17 Fyrstu staðfestu tilfellin hér á landi greindust í útigangshrossum á stóru hrossabúi á Norðurlandi vestra. Vísir/Getty Áunninn fjöltaugakvilli í hrossum (acquired equine polyneuropathy, AEP) sem þekktur er í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, hefur nú greinst í fyrsta sinn hér á landi. Sjúkdómurinn uppgötvaðist í Skandinavíu fyrir nær 25 árum en þrátt fyrir víðtækar rannsóknir er orsökin ekki þekkt. Frá þessu er greint á vef Matvælastofnunar en þar segir að ekki sé um smitsjúkdóm að ræða og ekkert bendi til að hann sé arfgengur. Sjö hross hafa verið felld hér á landi og eitt fannst dautt. Fyrstu tilfellin uppgötvuðust á stóru hrossabúi á Norðurlandi vestra Tengist að líkindum rúlluheyi Sjúkdómurinn tengist líklega rúlluheyi, því hrossin sem veikjast hafa alla jafna verið fóðruð á rúlluheyi af sama slætti á sama túni. Þó veikjast ekki öll hrossin sem fengið hafa sama hey og því kemur líklega fleira til. Sjúkdómurinn kemur yfirleitt upp seinni hluta vetrar og fram í maí en fá tilfelli eru skráð utan þess tíma. Reynslan frá nágrannalöndunum sýnir að oftast eru mörg tilfelli á hverjum bæ og tilfellin svæðisbundin. Yfirleitt er um ung hross að ræða en þó ekki folöld. Fjöltaugakvilli vísar til sjúkdóms í mörgum taugum líkamans, einkum í úttaugum sem leiða niður í fætur hestsins. Helsta einkennið er vöðvaslappleiki í afturhluta líkamans sem leiðir til þess að hestarnir missa öðru hverju undan sér afturfæturna, niður á afturfótakjúkurnar. Hestarnir eru með fullri meðvitund, hafa góða matarlyst og sýna eðlilegt atferli að mestu leyti. Í alvarlegum tilfellum leggjast hrossin fyrir og nauðsynlegt getur verið að aflífa þau. Meirihluti þeirra hrossa sem fá einkenni sjúkdómsins læknast af sjálfu sér með hvíld og nýju fóðri en samkvæmt tölum frá Noregi og Svíþjóð þarf að aflífa hross í allt að 30 prósent tilfella. Greinileg einkenni í 22 hrossum Fyrstu staðfestu tilfellin hér á landi greindust í útigangshrossum á stóru hrossabúi á Norðurlandi vestra. Greinileg einkenni hafa komið fram í 22 hrossum á aldrinum 2-7 vetra. Þar af hafa 7 verið felld og eitt fundist dautt. Mögulega eru fleiri trippi á bænum með væg einkenni. Ekki hefur frést af því að sjúkdómurinn hafi komið upp á fleiri stöðum og ætla má að hættan sé að mestu gengin yfir á þessu ári þar sem flest unghross eru nú komin á beit. Til framtíðar litið er þó hætta á að sjúkdómurinn komi upp víðar, enda hafa þær aðstæður sem valda honum augljóslega skapast hér á landi. Þar sem um nýjan sjúkdóm er að ræða, sem mikilvægt er að fá yfirlit yfir, óskar Matvælastofnun eftir upplýsingum um öll tilfelli þar sem grunur leikur á sjúkdómnum eða hann er staðfestur. Dýr Dýraheilbrigði Landbúnaður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Áunninn fjöltaugakvilli í hrossum (acquired equine polyneuropathy, AEP) sem þekktur er í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, hefur nú greinst í fyrsta sinn hér á landi. Sjúkdómurinn uppgötvaðist í Skandinavíu fyrir nær 25 árum en þrátt fyrir víðtækar rannsóknir er orsökin ekki þekkt. Frá þessu er greint á vef Matvælastofnunar en þar segir að ekki sé um smitsjúkdóm að ræða og ekkert bendi til að hann sé arfgengur. Sjö hross hafa verið felld hér á landi og eitt fannst dautt. Fyrstu tilfellin uppgötvuðust á stóru hrossabúi á Norðurlandi vestra Tengist að líkindum rúlluheyi Sjúkdómurinn tengist líklega rúlluheyi, því hrossin sem veikjast hafa alla jafna verið fóðruð á rúlluheyi af sama slætti á sama túni. Þó veikjast ekki öll hrossin sem fengið hafa sama hey og því kemur líklega fleira til. Sjúkdómurinn kemur yfirleitt upp seinni hluta vetrar og fram í maí en fá tilfelli eru skráð utan þess tíma. Reynslan frá nágrannalöndunum sýnir að oftast eru mörg tilfelli á hverjum bæ og tilfellin svæðisbundin. Yfirleitt er um ung hross að ræða en þó ekki folöld. Fjöltaugakvilli vísar til sjúkdóms í mörgum taugum líkamans, einkum í úttaugum sem leiða niður í fætur hestsins. Helsta einkennið er vöðvaslappleiki í afturhluta líkamans sem leiðir til þess að hestarnir missa öðru hverju undan sér afturfæturna, niður á afturfótakjúkurnar. Hestarnir eru með fullri meðvitund, hafa góða matarlyst og sýna eðlilegt atferli að mestu leyti. Í alvarlegum tilfellum leggjast hrossin fyrir og nauðsynlegt getur verið að aflífa þau. Meirihluti þeirra hrossa sem fá einkenni sjúkdómsins læknast af sjálfu sér með hvíld og nýju fóðri en samkvæmt tölum frá Noregi og Svíþjóð þarf að aflífa hross í allt að 30 prósent tilfella. Greinileg einkenni í 22 hrossum Fyrstu staðfestu tilfellin hér á landi greindust í útigangshrossum á stóru hrossabúi á Norðurlandi vestra. Greinileg einkenni hafa komið fram í 22 hrossum á aldrinum 2-7 vetra. Þar af hafa 7 verið felld og eitt fundist dautt. Mögulega eru fleiri trippi á bænum með væg einkenni. Ekki hefur frést af því að sjúkdómurinn hafi komið upp á fleiri stöðum og ætla má að hættan sé að mestu gengin yfir á þessu ári þar sem flest unghross eru nú komin á beit. Til framtíðar litið er þó hætta á að sjúkdómurinn komi upp víðar, enda hafa þær aðstæður sem valda honum augljóslega skapast hér á landi. Þar sem um nýjan sjúkdóm er að ræða, sem mikilvægt er að fá yfirlit yfir, óskar Matvælastofnun eftir upplýsingum um öll tilfelli þar sem grunur leikur á sjúkdómnum eða hann er staðfestur.
Dýr Dýraheilbrigði Landbúnaður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira