Enski boltinn

Andúð í garð múslíma mun minni í Liverpool eftir komu Salah

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Salah hefur breytt miklu í Liverpool.
Salah hefur breytt miklu í Liverpool. vísir/getty
Rannsókn sem Stanford-háskólinn stóð fyrir hefur leitt í ljós að áhrif Mo Salah, leikmanns Liverpool, eru ekki síðri í samfélaginu en á vellinum.

Egyptinn Salah hefur leikið stórkostlega fyrir Liverpool síðustu tvö ár og er í dýrlingatölu hjá stuðningsmönnum félagsins. Salah er strangtrúaður múslimi og andúð í garð múslima er langt frá því sú sama í Liverpool-borg eftir að hann flutti þangað.

Rannsóknin hefur leitt í ljós að hatursglæpum í garð múslima hefur fækkað um 19 prósent. Á Twitter er fólk frá Liverpool einnig byrjað að haga sér betur en það er helmingsfækkun á tístum með níð í garð múslima frá Liverpool. Þessa breytingu vilja menn beintengja við komu Salah til borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×