Íslenski boltinn

Cecilía byrjar Pepsi Max deildina af krafti: Langar að sýna að ég á heima þarna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir stöð 2
Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur leikið frábærlega í marki nýliða Fylkis í Pepsi Max deild kvenna í sumar.

Cecilía Rán er fædd árið 2003, sem gerir hana sextán ára á árinu, en hún hefur byrjað alla fimm leiki Fylkis í deildinni í sumar. Hún kom til Fylkis frá Aftureldingu í sumar.

„Mér fannst ég þurfa að taka skrefið upp og mér leist mjög vel á Fylki þar sem Fylkir er með mikið af ungum og efnilegum leikmönnum,“ sagði Cecilía við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Ég er Kjartani þjálfara þakklát fyrir þetta traust og mig langar að sýna það að ég á heima þarna.“

Fylkir er í sjötta sæti deildarinnar með sex stig eftir tvær umferðir, tvo sigurleiki og þrjú töp. Fylkiskonur slógu ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks úr leik í Mjólkurbikarnum á dögunum.

„Það er alltaf gaman og sérstaklega í bikar þar sem allir leikir skipta máli.“

Cecilía útskrifaðist úr grunnskóla í dag, sem undirstrikar enn frekar hversu ung og efnileg hún er. Hún er með hugan einbeittann á Fylki eins og er en það verður að koma í ljós hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir þennan efnilega markmann.

Klippa: Sextán ára aðalmarkvörður í Pepsi Max deildinni





Fleiri fréttir

Sjá meira


×