Enski boltinn

James á leið í læknisskoðun á Old Trafford í dag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þessi ungi piltur gæti verið á leiðinni á stóra sviðið.
Þessi ungi piltur gæti verið á leiðinni á stóra sviðið. vísir/getty
Daniel James, vængmaður Swansea City í ensku B-deildinni, er á leiðinni í læknisskoðun hjá Manchester United í dag en þetta hefur Sky Sports eftir heimildum sínum.

United hefur verið orðað reglulega við hinn unga James sem er frá Wales en hann er uppalinn hjá Hull. Hann hefur svo leikið með Swansea frá 2014 en hann er fæddur 1997.







Talið er að United borgi um fimmtán milljónir punda fyrir hann plús þrjár milljónir í aukagreiðslur fari svo að hann slái í gegn á Old Trafford.

James spilaði 33 leiki fyrir Swansea í B-deildinni á síðustu leiktíð en hann skoraði fjögur mörk í þeim leikjum og lagði upp níu mörk.

Standist James læknisskoðun á Old Tarafford verður hann fyrsti leikmaðurinn sem Ole Gunnar Solskjær kaupir sem stjóri Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×