Enski boltinn

United, Liverpool og Juventus úr myndinni hjá De Ligt

Anton Ingi Leifsson skrifar
De Ligt fagnar hollenska meistaratitlinum.
De Ligt fagnar hollenska meistaratitlinum. vísir/getty
Matthijs de Ligt, hinn ungi og efnilegi varnarmaður Ajax, mun ekki leika á Englandi á næstu leiktíð ef marka má franska miðilinn RMC Sport.

Miðillinn greinir frá því að Hollendingurinn muni ekki ganga í raðir Liverpool eða Manchester United sem voru sögð áhugasöm en einnig er útilokað að hann fari til Juventus.

Tvö lið standa því eftir í baráttunni en það eru Barcelona og PSG. Frenkie de Jong, fyrrum samherji de Ligt, gengur í raðir Barcelona í sumar og er talið að de Ligt fari sömu leið.







De Ligt er nú með hollenska landsliðinu að undirbúa sig fyrir undanúrslitaleik í Þjóðadeildinni gegn Englendingum í kvöld. Þar verður hann væntanlega í miðri vörninni með Virgil Van Dijk.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en flautað verður til leiks klukkan 18.45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×