Enski boltinn

Trent vill verða einn besti leikmaður heims og spila fyrir Liverpool út ferilinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnold með bikarinn á laugardaginn.
Arnold með bikarinn á laugardaginn. vísir/getty
Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool, hefur gefið það út að hann vilji spila í Liverpool út ferilinn og vill verða fyrirliði liðsins einn daginn.

Trent hefur slegið í gegn frá því að hann fékk tækifærið á Anfield og átti meðal annars mikinn þátt í Meistaradeildarsigrinum sem Liverpool vann á dögunum.

Enski landsliðsmaðurinn var fljótur að taka hornspyrnu gegn Barcelona sem tryggði Liverpool í úrslitaleikinn þar sem hann spilaði einnig afar vel.







„Ég er svo heppinn að hafa fólk í kringum sem skilur jafnvægið með að láta mér líða vel, hrósa mér og svo gera mig hunraðan í að verða enn betri,“ sagði bakvörðurinn í samtali við annan Liverpool-mann, Jamie Carragher.

„Ég vil verða einn besti leikmaður í heimi, besti hægri bakvörður í heimi, fyrsti leikmaðurinn á leikskýrsluna, fyrirliði Liverpool, fyrirliði Englands.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×