Fótbolti

Var rekinn sem aðstoðarþjálfari Alfreðs í gegnum síma

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lehmann léttur en var ekki eins léttur er hann var rekinn.
Lehmann léttur en var ekki eins léttur er hann var rekinn. vísir/getty
Jens Lehmann, sem var aðstoðarþjálfari Alfreðs Finnbogasonar hjá Augsburg í vetur, segist hafa verið rekinn í gegnum símann.

Lehmann kom inn sem aðstoðarþjálfari Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni en var rekinn 9. april ásamt aðalþjálfaranum Manuel Baum og tæknilegum ráðgjafa Stephan Schwartz.

„Stefan Reuter hringdi og símtalið tók tíu mínútur,“ sagði Lehmann við Bild en Reuter er yfirmaður knattspyrnumála hjá Augsburg.

„Hann sagði: Við erum búnir að reka Manuel Baum og þá hugsaði ég. Hvað er að koma núna, upphækkun eða verð ég rekinn?“

„Ég bjóst ekki við því að fá þjálfarastarfið en þegar ég skrifaði undir þá sögðu þeir að ég yrði áfram ef það kæmi nýr þjálfari. Það varð svo ekki raunin.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×