Enski boltinn

Rooney segir að Ronaldo eða Messi leysi ekki vandamál United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rooney leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum.
Rooney leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. vísir/getty
Wayne Rooney, fyrrum framherji Manchester United og núverandi leikmaður DC United í MLS-deildinni, segir að kaupa stórstjörnu muni ekki hjálpa til við að leysa vandamál Manchester United.

Rooney segir að United eigi þess heldur að einbeita sér að kaupa yngri leikmenn sem geta leikið með liðinu í fleiri ár en ekki stórstjörnur.

„Fyrsti hluturinn sem Ole þarf að gera er að búa til lið og ég held að kaupa einn eða tvo leikmenn á 100 milljónir punda sé ekki að fara hjálpa til þar,“ sagði Rooney um Ole Gunnar Solskjær.

„Ole ætti frekar að eyða 30-40 milljónum punda í leikmenn með hæfileika og byggja liðið í kringum þessa fimm eða sex leikmenn,“ bætti Rooney við í samtali við BBC Radio.

„Þú gætir komið með leikmenn eins og Ronaldo, Messi, Ramos eða Bale en það er að fara kosta þig 350 milljónir punda. Þú myndir ná að spila þeim í tvö ár og svo er peningurinn farinn í hafið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×