Fótbolti

Í sjöunda sinn á HM og sú elsta til að taka þátt

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Formiga í baráttunni í dag
Formiga í baráttunni í dag vísir/getty

Brasilíska goðsögnin Formiga skráði sig heldur betur í sögubækurnar í dag þegar hún lék allan leikinn á miðju Brasilíu þegar liðið vann 3-0 sigur á Jamaíka í fyrstu umferð HM í Frakklandi.

Formiga er að taka þátt í lokamóti HM í sjöunda sinn og eignar sér þar með met sem hún deildi áður með Homare Sawa sem tók þátt í sex lokamótum með Japan.

Formiga var í landsliðshópi Brasilíu á HM í Svíþjóð árið 1995, þá 17 ára gömul en hún er í dag 41 árs og 98 daga gömul sem gerir hana jafnframt að elsta leikmanni til að spila á HM kvenna. 

Elsti leikmaðurinn til að spila í lokamóti HM karlamegin er Essam El-Hadary en hann var 45 ára og 161 daga gamall þegar hann stóð á milli stanganna hjá Egyptum gegn Sádi-Arabíu á HM í Rússlandi í fyrra.

Alls hefur Formiga leikið 160 landsleiki fyrir Brasilíu en hún er á mála hjá franska stórveldinu PSG.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.