Fótbolti

Santos: Stór áfangi fyrir portúgalskan fótbolta

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fyrstu Þjóðadeildarmeistararnir
Fyrstu Þjóðadeildarmeistararnir vísir/getty
Portúgal varð í kvöld fyrsta þjóðin til að vinna Þjóðadeild UEFA og eru nú handhafar tveggja stærstu titlanna í evrópskum landsliðsfótbolta þar sem þeir eru einnig ríkjandi Evrópumeistarar eftir að hafa unnið EM í Frakklandi 2016.

Fernando Santos hefur stýrt portúgalska landsliðinu frá árinu 2014 og var eðlilega ánægður með sína menn í kvöld.

„Þetta er stór áfangi fyrir portúgalskan fótbolta. Og að vera handhafi þessara tveggja titla. Framtíðin er hér hjá okkur. Ef við horfum á liðið frá 2016 sjáum við að það eru ekki allir úr því liði með okkur í dag. Við erum að halda áfram að þróast í rétta átt,“ sagði Santos og hélt áfram.

„Það sýnir hvað við höfum mikil gæði í okkar landi. Framtíð portúgalsks fótbolta virðist vera trygg en við þurfum að halda áfram og halda þessu góða jafnvægi sem við höfum náð í þetta lið.“

„Þessir leikmenn eru frábærir og þeir þrá að vinna hvern einasta leik. Við sköpuðum okkur fimm eða sex góð færi svo við vorum ekki bara í vörn. Holland er gott lið með sem kann að nýta sér veikleika andstæðinga sinna en við sáum við þeim,“ sagði Santos sigurreifur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×