Narendra Modi, sem gengt hefur forsætisráðherraembætti Indlands síðustu fimm ár, hefur svarið embættiseið öðru sinni eftir að flokkur hans, BJP, vann stórsigur í indversku þingkosningunum sem fram fóru milli 11. apríl og 19. maí. BBC greinir frá.
Talning fór fram 23 maí síðastliðinn og reyndist ráðandi BJP flokkur forsætisráðherrans hafa styrkt stöðu sína um 21 sæti og hlutu fulltrúar flokksins kosningu til 303 þingsæta en 272 þarf til að mynda meirihluta. Auk þess áttu vinaflokkar BJP einnig góðu gengi að fagna og endaði bandalag þeirra með 353 af þeim 543 sætum sem kosið var í.
Með niðurstöðum kosninganna var Modi fyrsti indverski stjórnmálaleiðtoginn til að tryggja sér hreinan meirihluta í tveimur kosningum í röð síðan árið 1971.
Modi sór embættiseið eftir stórsigur í indversku þingkosningunum

Tengdar fréttir

Komið að lokum umfangsmestu kosninga heimsins
Komið er að lokum kosninga í Indlandi sem eru þær heimsins stærstu með um 900 milljónum manna á kjörskrá.

Útlit fyrir stórsigur Modi í indversku þingkosningunum
BJP flokkurinn á Indlandi, flokkur forsætisráðherra landsins Narendra Modi, virðist hafa unnið stórsigur í indversku þingkosningunum sem fram fóru á dögunum.