Innlent

Næg eftirspurn eftir Íslandi en skortur á flugsætum

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Skarphéðinn Berg Steinarrson telur að samdráttur í ferðaþjónustu á þessu ári verði um fimmtán til tuttugu prósent.
Skarphéðinn Berg Steinarrson telur að samdráttur í ferðaþjónustu á þessu ári verði um fimmtán til tuttugu prósent. vísir/gva
Ferðamálastjóri telur að samdráttur í ferðaþjónustu á þessu ári verði meiri en spáð hefur verið eða um fimmtán til tuttugu prósent. Þetta muni helst koma niður á landsbyggðinni. Eftirspurn eftir Íslandsferðum sé ennþá mikil en ekki sé nægilegt framboð af flugsætum.

WOW air var með allt að þrjátíu prósent flugsæta til og frá Íslandi og við fall þess í mars gerðu verstu spár ráð fyrir allt að fjórtán prósent samdrætti í ferðaþjónustu að sögn forsvarsmanna hjá Samtökum ferðaþjónustunnar sem jafngilti um hundrað milljörðum eða fimm loðnubrestum. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður SAF sagði í fréttum í gær að nú væri gert ráð fyrir enn meiri samdrætti og sem gæti varað lengur ef stjórnvöld aðhæfust ekki til dæmis með markaðsátaki í haust á lykilmörkuðum. Skarphéðinn Berg Steinarsson telur að samdrátturinn á þessu ári verði verulegur.

„Það verður samdráttur uppá kannski fimmtán til tuttugu prósent á þessu ári. Égg geri hins vegar ekki ráð fyrir því að þó yrði farið í markaðsátak núna að það myndi bjarga miklu. Það vantar ekki eftirspurnina eftir Íslandsferðum, það vantar flugsæti til að koma fólkinu til landsins og það mun ekki breytast á stuttum tíma. Það er frekar að gera ráð fyrir því að það muni breytast á næsta ári. En í ár mun flugsætum ekki fjölga við þessar aðstæður,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×