Segir Asssange fórnarlamb „sálfræðilegra pyntinga“ Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2019 09:07 Julian Assange mætir í dómsal í London. Getty/Jack Taylor Sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna um pyntingar fullyrðir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hafi sætt „sálfræðilegum pyntingum“ með því sem hann kallar ófrægingarherferð fjölmiðla, dómara og stjórnmálamanna gegn honum. Ekvadorsk stjórnvöld sviptu Assange hæli í apríl en hann hafði þá hafst við í sendiráði landsins í London í um sjö ár. Breska lögreglan handtók Assange og var hann síðan dæmdur í fimmtíu vikna fangelsi fyrir að brjóta gegn skilmálum lausnar sem hann fékk gegn tryggingu árið 2012. Bandarísk yfirvöld krefjast framsals Assange en hann er ákærður fyrir birtingu á skjölum sem var stolið frá utanríkisþjónustu og hernaðaryfirvöldum þar. Rannsókn á nauðgunarásökunum gegn Assange hefur verið tekin upp aftur í Svíþjóð. Nils Melzer, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna um pyntingar, heimsótti Assange í öryggisfangelsi í London fyrr í þessum mánuði. Hann mótmælir því að Ástralinn verður framseldur til Bandaríkjanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Herra Assange hefur vísvitandi orðið fyrir stöðugt alvarlegi miskunnarlausri, ómannúðlegri eða niðurlægjandi meðferð eða refsingu í mörg ár. Samanlögðum áhrifum þess er aðeins hægt að lýsa sem sálfræðilegum pyntingum,“ segir Melzer. Assange var sagður hafa verið of veikur til að gefa skýrslu fyrir dómi í gegnum fjarfundarbúnað í gær. Læknar sem sérhæfa sig í að rannsaka möguleg fórnarlömb pyntinga fylgdu Melzer í fangelsið og könnuðu ástand Assange. „Það var augljóst að heilsa herra Assange hefur orðið fyrir alvarlegum áhrifum af gríðarlega fjandsamlegu og gerræðislegu umhverfi sem hann hefur orðið fyrir í mörg ár,“ segir Melzer. Þannig sýni Assange öll einkenni þess að hafa orðið fyrir sálfræðilegum pyntingum, þar á meðal óhófleg streita, viðvarandi kvíði og mikið sálfræðilegt áfall. Assange veik sér á sínum tíma undan því að vera framseldur til Svíþjóðar vegna nauðgunarmálsins. Hann hafði verið látinn laus gegn tryggingu á meðan framsalsmálið var tekið fyrir á Bretlandi en leitaði þá hælis í sendiráði Ekvadors í London. Melzer heldur því einnig fram að Assange sé fórnarlamb opinberrar ófrægingarherferðar og ógnana í Bandaríkjunum, Bretlandi, Svíþjóð og Ekvador. Fjölmiðlar, samfélagsmiðlar, dómarar og háttsettir stjórnmálamenn hafi tekið þátt í þeirri herferð. Bandaríkin Bretland Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34 Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. 23. maí 2019 21:14 Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna um pyntingar fullyrðir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hafi sætt „sálfræðilegum pyntingum“ með því sem hann kallar ófrægingarherferð fjölmiðla, dómara og stjórnmálamanna gegn honum. Ekvadorsk stjórnvöld sviptu Assange hæli í apríl en hann hafði þá hafst við í sendiráði landsins í London í um sjö ár. Breska lögreglan handtók Assange og var hann síðan dæmdur í fimmtíu vikna fangelsi fyrir að brjóta gegn skilmálum lausnar sem hann fékk gegn tryggingu árið 2012. Bandarísk yfirvöld krefjast framsals Assange en hann er ákærður fyrir birtingu á skjölum sem var stolið frá utanríkisþjónustu og hernaðaryfirvöldum þar. Rannsókn á nauðgunarásökunum gegn Assange hefur verið tekin upp aftur í Svíþjóð. Nils Melzer, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna um pyntingar, heimsótti Assange í öryggisfangelsi í London fyrr í þessum mánuði. Hann mótmælir því að Ástralinn verður framseldur til Bandaríkjanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Herra Assange hefur vísvitandi orðið fyrir stöðugt alvarlegi miskunnarlausri, ómannúðlegri eða niðurlægjandi meðferð eða refsingu í mörg ár. Samanlögðum áhrifum þess er aðeins hægt að lýsa sem sálfræðilegum pyntingum,“ segir Melzer. Assange var sagður hafa verið of veikur til að gefa skýrslu fyrir dómi í gegnum fjarfundarbúnað í gær. Læknar sem sérhæfa sig í að rannsaka möguleg fórnarlömb pyntinga fylgdu Melzer í fangelsið og könnuðu ástand Assange. „Það var augljóst að heilsa herra Assange hefur orðið fyrir alvarlegum áhrifum af gríðarlega fjandsamlegu og gerræðislegu umhverfi sem hann hefur orðið fyrir í mörg ár,“ segir Melzer. Þannig sýni Assange öll einkenni þess að hafa orðið fyrir sálfræðilegum pyntingum, þar á meðal óhófleg streita, viðvarandi kvíði og mikið sálfræðilegt áfall. Assange veik sér á sínum tíma undan því að vera framseldur til Svíþjóðar vegna nauðgunarmálsins. Hann hafði verið látinn laus gegn tryggingu á meðan framsalsmálið var tekið fyrir á Bretlandi en leitaði þá hælis í sendiráði Ekvadors í London. Melzer heldur því einnig fram að Assange sé fórnarlamb opinberrar ófrægingarherferðar og ógnana í Bandaríkjunum, Bretlandi, Svíþjóð og Ekvador. Fjölmiðlar, samfélagsmiðlar, dómarar og háttsettir stjórnmálamenn hafi tekið þátt í þeirri herferð.
Bandaríkin Bretland Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34 Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. 23. maí 2019 21:14 Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34
Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. 23. maí 2019 21:14
Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00