Rís upp til varnar skipverjum á Bíldsey Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 31. maí 2019 15:30 Ólafur segir það alvanalegt að hákarlar séu skornir úr netum við Íslandsstrendur og furðar sig á því að sjómenn skuli ekki koma fyrrverandi skipverjum á Bíldseynni til varnar með sannleikann að vopni. Ólafur Arnberg í Grindavík, sjómaður og útgerðarmaður til áratuga en er nú kominn í land, segir til háborinnar skammar að þremur skipverjum af Bíldsey hafi verið sagt upp störfum í kjölfar umdeilds atviks. Ólafur segir algengt að hákarlar séu skornir úr netum við Íslandsstrendur og furðar sig á því hvers vegna enginn hefur stigið fram og varið sjómennina með sannleikanum. Athygli vakti í vikunni þegar spurðist að skipverjar á Bíldsey hafi skorið sporð af hákarli og slepptu lausum við svo búið. Þeir birtu myndskeið af verknaðinum á netinu. Gríðarleg reiði braust út á samfélagsmiðlum og hafa skipverjarnir verið úthrópaðir sem dýraníðingar. Þremur skipverjum var í kjölfarið sagt upp störfum hjá útgerðinni. „Það eina sem er athugavert við þetta er að drengfíflin væru að taka myndir af sér. Þetta er eins allir Íslendingar að ef þeir sjá belju þá verða þeir að fá self með henni. Þetta er hlutur sem er að gerast mjög oft allt í kringum landið allt árið um kring við fiskveiðar. Það er ódrengilegt að hafa rekið drengina fyrir þetta og enn ódrengilegra fyrir aðra sem hafa staðið í því sama. Ég hef oft gert það,“ segir Ólafur sem furðar sig mjög á brottrekstrinum.Alvanalegt að skera þurfi hákarla Segir útgerðina varla vita mikið hvað gerist á sjónum, nema þeim sé meira umhugað um einhverja ímynd en sannleikann. „Maður hefur þurft að skera heilt þorskanet frá bátnum til að losna við helvítis beinhákarlinn. Hann fer svo með það á sporðinum, guð má vita hvert,“ segir Ólafur í samtali við Vísi.En, var ekki meðal annars verið að gagnrýna það hvernig þeir gengu fram við þennan verknað og myndbirtinguna?Ólafur hefur verið til sjós í áratugi og segir það alvanalegt að hárkarlar séu skornir úr netum. Hann furðar sig á því að sjómenn hafi ekki manndóm í sér að rísa skipverjunum, sem nú eru úthrópaðir, til varnar.„Jú, það er náttúrlega bara einhver uppeldisbrestur. En, í sjálfu sér er ekkert betra að hlæja á þorrablótinu að hákarlinum sem var drekkt í trolli en þessu.“En, hlýtur utgerðin hefur einhverja ímynd að verja?„Sannleikurinn er alltaf bestur í allri ímynd. Ég hef ekki séð myndirnar ofan í kjölinn. En samkvæmt minni reynslu í gegnum tíðina, í fimmtíu ár, hefur hákarlinn sjálfur verið langt kominn með að saga sporðinn af sér sjálfur á línunni. Hann er ekkert ánægður með að vera fastur. En kominn með svöðusár. Þetta er mjög algengt. Og rosalegt helvíti að stéttin skuli ekki vera manndómsmeiri að grípa til varna fyrir þessa drengi, sem ég þekki ekki neitt, en þetta eru kannski ungir heimilisfeður. Og að menn skuli bara vera reknir eins og hundar fyrir svona lagað.“ Ólaf svíður að sjómenn hafi ekki komið hinum brottreknu kollegum sínum til hjálpar með að segja sannleikann í málinu.Svíður að sjómenn skuli ekki verja drenginaÞegar orð formanns sjómannasambandsins eru borin undir Ólaf, að hann hafi verið til sjós í rúm þrjátíu ár og aldrei séð annað eins og sjómenn séu miður sín vegna málsins, telur Ólafur hann vera að ljúga eða að hann hafi þá verið alveg undarlega heppinn að hafa aldrei rekið augu í slíkt. „Heldur þú að skipstjórinn á Bíldseynni hafi lagt fyrir hákarlinn að gamni sínu? Og sagt honum að flækja sig í línuna? Hann er ekki að leika sér að því að vefja línunni um hákarlinn. Hann sér um það sjálfur.“ Blaðamaðurinn hefur í sjálf sér ekki svör á reiðum höndum við spurningu Ólafs, en snýst þetta mál kannski ekki síður um það hvernig þeir hegðuðu sér?„Já, það er ámælisvert. Ég skil það eiginlega ekki. En, til að réttlæta það, alveg sama hvaða fíflagangur er í gangi, þá verða menn alltaf að fá selfí af sér við það. Og eitthvað sniðugt að senda það út í loftið. En, er réttlætanlegt að þessir menn, mig svíður, að aðrir hafi ekki komið þeim til varnar. Og sagt sannleikann. Því það er engan veginn stætt á að reka menn fyrir svona lagað. Ég hef verið skipstjóri og útgerðarmaður í áratugi. Og hef þurft að kveðja margan beinhákarlinn sem hefur þá stútað fyrir mér fullt af netum. Ég er ekkert einn um það.“ Ólafur telur þetta fyrst og síðast ljótan leik gagnvart sjómönnunum. „Þeir hefðu getað skorið á línuna og sent hann með flækjuna á eftir sér. Og hvað þýðir það? Það er sami glæpurinn. Þetta er ljótur leikur og strákarnir, með að birta mynd af sjálfum sér, hafa orðið sér til skammar. Bara fyrir það. En, allt hitt er vel þekkt. Og ég skal standa uppi í hárinu á hvaða sjómanni sem er sem heldur því fram að svona hafi aldrei gerst.“ Dýr Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjómenn miður sín vegna hákarlsmálsins Gæti reynst erfitt fyrir sjómennina sem uppvísir urðu af dýraníði að finna sér nýtt pláss. 29. maí 2019 10:36 Hákarl skorinn úr línu án þess að skera sporðinn Mikið hefur verið rætt um skipverjana á Bíldsey SH 65 sem skárðu sporð af hákarli sem flæktist í línu í bátnum nýverið. 29. maí 2019 16:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Ólafur Arnberg í Grindavík, sjómaður og útgerðarmaður til áratuga en er nú kominn í land, segir til háborinnar skammar að þremur skipverjum af Bíldsey hafi verið sagt upp störfum í kjölfar umdeilds atviks. Ólafur segir algengt að hákarlar séu skornir úr netum við Íslandsstrendur og furðar sig á því hvers vegna enginn hefur stigið fram og varið sjómennina með sannleikanum. Athygli vakti í vikunni þegar spurðist að skipverjar á Bíldsey hafi skorið sporð af hákarli og slepptu lausum við svo búið. Þeir birtu myndskeið af verknaðinum á netinu. Gríðarleg reiði braust út á samfélagsmiðlum og hafa skipverjarnir verið úthrópaðir sem dýraníðingar. Þremur skipverjum var í kjölfarið sagt upp störfum hjá útgerðinni. „Það eina sem er athugavert við þetta er að drengfíflin væru að taka myndir af sér. Þetta er eins allir Íslendingar að ef þeir sjá belju þá verða þeir að fá self með henni. Þetta er hlutur sem er að gerast mjög oft allt í kringum landið allt árið um kring við fiskveiðar. Það er ódrengilegt að hafa rekið drengina fyrir þetta og enn ódrengilegra fyrir aðra sem hafa staðið í því sama. Ég hef oft gert það,“ segir Ólafur sem furðar sig mjög á brottrekstrinum.Alvanalegt að skera þurfi hákarla Segir útgerðina varla vita mikið hvað gerist á sjónum, nema þeim sé meira umhugað um einhverja ímynd en sannleikann. „Maður hefur þurft að skera heilt þorskanet frá bátnum til að losna við helvítis beinhákarlinn. Hann fer svo með það á sporðinum, guð má vita hvert,“ segir Ólafur í samtali við Vísi.En, var ekki meðal annars verið að gagnrýna það hvernig þeir gengu fram við þennan verknað og myndbirtinguna?Ólafur hefur verið til sjós í áratugi og segir það alvanalegt að hárkarlar séu skornir úr netum. Hann furðar sig á því að sjómenn hafi ekki manndóm í sér að rísa skipverjunum, sem nú eru úthrópaðir, til varnar.„Jú, það er náttúrlega bara einhver uppeldisbrestur. En, í sjálfu sér er ekkert betra að hlæja á þorrablótinu að hákarlinum sem var drekkt í trolli en þessu.“En, hlýtur utgerðin hefur einhverja ímynd að verja?„Sannleikurinn er alltaf bestur í allri ímynd. Ég hef ekki séð myndirnar ofan í kjölinn. En samkvæmt minni reynslu í gegnum tíðina, í fimmtíu ár, hefur hákarlinn sjálfur verið langt kominn með að saga sporðinn af sér sjálfur á línunni. Hann er ekkert ánægður með að vera fastur. En kominn með svöðusár. Þetta er mjög algengt. Og rosalegt helvíti að stéttin skuli ekki vera manndómsmeiri að grípa til varna fyrir þessa drengi, sem ég þekki ekki neitt, en þetta eru kannski ungir heimilisfeður. Og að menn skuli bara vera reknir eins og hundar fyrir svona lagað.“ Ólaf svíður að sjómenn hafi ekki komið hinum brottreknu kollegum sínum til hjálpar með að segja sannleikann í málinu.Svíður að sjómenn skuli ekki verja drenginaÞegar orð formanns sjómannasambandsins eru borin undir Ólaf, að hann hafi verið til sjós í rúm þrjátíu ár og aldrei séð annað eins og sjómenn séu miður sín vegna málsins, telur Ólafur hann vera að ljúga eða að hann hafi þá verið alveg undarlega heppinn að hafa aldrei rekið augu í slíkt. „Heldur þú að skipstjórinn á Bíldseynni hafi lagt fyrir hákarlinn að gamni sínu? Og sagt honum að flækja sig í línuna? Hann er ekki að leika sér að því að vefja línunni um hákarlinn. Hann sér um það sjálfur.“ Blaðamaðurinn hefur í sjálf sér ekki svör á reiðum höndum við spurningu Ólafs, en snýst þetta mál kannski ekki síður um það hvernig þeir hegðuðu sér?„Já, það er ámælisvert. Ég skil það eiginlega ekki. En, til að réttlæta það, alveg sama hvaða fíflagangur er í gangi, þá verða menn alltaf að fá selfí af sér við það. Og eitthvað sniðugt að senda það út í loftið. En, er réttlætanlegt að þessir menn, mig svíður, að aðrir hafi ekki komið þeim til varnar. Og sagt sannleikann. Því það er engan veginn stætt á að reka menn fyrir svona lagað. Ég hef verið skipstjóri og útgerðarmaður í áratugi. Og hef þurft að kveðja margan beinhákarlinn sem hefur þá stútað fyrir mér fullt af netum. Ég er ekkert einn um það.“ Ólafur telur þetta fyrst og síðast ljótan leik gagnvart sjómönnunum. „Þeir hefðu getað skorið á línuna og sent hann með flækjuna á eftir sér. Og hvað þýðir það? Það er sami glæpurinn. Þetta er ljótur leikur og strákarnir, með að birta mynd af sjálfum sér, hafa orðið sér til skammar. Bara fyrir það. En, allt hitt er vel þekkt. Og ég skal standa uppi í hárinu á hvaða sjómanni sem er sem heldur því fram að svona hafi aldrei gerst.“
Dýr Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjómenn miður sín vegna hákarlsmálsins Gæti reynst erfitt fyrir sjómennina sem uppvísir urðu af dýraníði að finna sér nýtt pláss. 29. maí 2019 10:36 Hákarl skorinn úr línu án þess að skera sporðinn Mikið hefur verið rætt um skipverjana á Bíldsey SH 65 sem skárðu sporð af hákarli sem flæktist í línu í bátnum nýverið. 29. maí 2019 16:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Sjómenn miður sín vegna hákarlsmálsins Gæti reynst erfitt fyrir sjómennina sem uppvísir urðu af dýraníði að finna sér nýtt pláss. 29. maí 2019 10:36
Hákarl skorinn úr línu án þess að skera sporðinn Mikið hefur verið rætt um skipverjana á Bíldsey SH 65 sem skárðu sporð af hákarli sem flæktist í línu í bátnum nýverið. 29. maí 2019 16:00