Árásarmaðurinn í Lyon lýsti yfir stuðningi við íslamska ríkið Andri Eysteinsson skrifar 31. maí 2019 18:30 Frá aðgerðum við heimili mannsins í Lyon 27. maí síðastliðinn. Getty/ NurPhoto Karlmaður sem grunaður er um að hafa staðið að baki sprengingu í frönsku borginni Lyon í síðustu viku hefur lýst yfir stuðningi sínum við íslamska ríkið, saksóknari gagn-hryðjuverkasveitar Frakklands, Remy Heitz greindi frá þessu fyrr í dag. AP greinir frá. Fjórtán almennir borgarar særðust eftir að sprengja sprakk við göngugötu í miðborg Lyon í dagrenningu, 24. maí síðastliðinn. Sprengjan sprakk fyrir utan bakarí og er talið að hún hafi innihaldið nagla, skrúfur og aðra hluti til þess að valda sem mestum skaða. Flestir hinnar slösuðu eru þó sagðir hafa hlotið minniháttar meiðsl. Lögreglan í Lyon hafði hendur í hári hins 24 ára gamla Mohamed Hichem M. síðasta mánudag. Hichem er sagður hafa komið til Frakklands sem ferðamaður árið 2017 en ekki yfirgefið landið á tilskyldum tíma. Þjóðerni hans liggur ekki fyrir en fjölmiðlar ytra segja Mohamed vera alsírskan ríkisborgara. Hann hefur verið ákærður fyrir morðtilraun, hryðjuverkastarfsemi og fyrir að hafa smíðað sprengju með annarlegum tilgangi. Við yfirheyrslur neitaði Mohamed Hichem í fyrstu að hann væri viðriðinn sprengjuárásina en kvaðst seinna trúr íslamska ríkinu og viðurkenndi að hafa varpað sprengjunni fyrir utan bakaríið, ásamt því að hafa sett hana saman. Hichem var handtekinn ásamt foreldrum sínum og bróður en þeim var sleppt eftir yfirheyrslur. Frakkland Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Karlmaður sem grunaður er um að hafa staðið að baki sprengingu í frönsku borginni Lyon í síðustu viku hefur lýst yfir stuðningi sínum við íslamska ríkið, saksóknari gagn-hryðjuverkasveitar Frakklands, Remy Heitz greindi frá þessu fyrr í dag. AP greinir frá. Fjórtán almennir borgarar særðust eftir að sprengja sprakk við göngugötu í miðborg Lyon í dagrenningu, 24. maí síðastliðinn. Sprengjan sprakk fyrir utan bakarí og er talið að hún hafi innihaldið nagla, skrúfur og aðra hluti til þess að valda sem mestum skaða. Flestir hinnar slösuðu eru þó sagðir hafa hlotið minniháttar meiðsl. Lögreglan í Lyon hafði hendur í hári hins 24 ára gamla Mohamed Hichem M. síðasta mánudag. Hichem er sagður hafa komið til Frakklands sem ferðamaður árið 2017 en ekki yfirgefið landið á tilskyldum tíma. Þjóðerni hans liggur ekki fyrir en fjölmiðlar ytra segja Mohamed vera alsírskan ríkisborgara. Hann hefur verið ákærður fyrir morðtilraun, hryðjuverkastarfsemi og fyrir að hafa smíðað sprengju með annarlegum tilgangi. Við yfirheyrslur neitaði Mohamed Hichem í fyrstu að hann væri viðriðinn sprengjuárásina en kvaðst seinna trúr íslamska ríkinu og viðurkenndi að hafa varpað sprengjunni fyrir utan bakaríið, ásamt því að hafa sett hana saman. Hichem var handtekinn ásamt foreldrum sínum og bróður en þeim var sleppt eftir yfirheyrslur.
Frakkland Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira