Innlent

Fjaðrárgljúfur opnað á ný

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Fjaðrárgljúfri.
Frá Fjaðrárgljúfri. umhverfisstofnun
Umhverfisstofnun hefur opnað fyrir umferð gesta um Fjaðrárgljúfur á ný. Svæðinu var lokað fyrir allri umferð í febrúar síðastliðnum vegna aurbleytu og gróðurskemmda í kjölfar leysinga.

Á vef Umhverfisstofnunar segir að lokunin hafi að mestu gengið vel og að ljóst sé að gróður á svæðinu hafi tekið afar vel við sér á síðustu viku. Vill stofnunin hins vegar ítreka við þá sem hyggjast heimsækja gljúfrið að afar mikilvægt er að virða reglur svæðisins og ekki ganga utan stíga.

Fyrir tæpum þremur mánuðum vakti Umhverfisstofnun athygli á sláandi mun á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir að myndband tónlistarmannsins Justin Bieber við lagið I‘ll Show You var birt.

Myndbandið var tekið upp hér á landi og að hluta til í Fjaðrárgljúfri. Myndbandið var birt á Youtube í nóvember 2015 en myndin sem Umhverfisstofnun birti var tekin í janúar 2018 sýndi snösina og skilti þar sem tilkynnt var um lokun svæðisins.

Það er því ekki nýmæli að Fjaðrárgljúfri sé lokað svo vernda megi viðkvæma náttúruna þar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.