Innlent

„Ísrael er gegnsýrt af ofbeldi“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Egill lýstu sinni upplifun af flugvallareftirlitinu í Ísrael.
Egill lýstu sinni upplifun af flugvallareftirlitinu í Ísrael.
Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason, sem er annar tveggja umsjónarmanna stjórnmálaþáttarins Silfursins segist hafa lent í langri yfirheyrslu á flugvelli í Ísrael með þeim afleiðingum að hann hafi misst af fluginu sínu.

Egill skrifaði um sína reynslu af eftirlitinu þegar hann deildi frétt RÚV um norska danskarann Monu Berntsen, dansara Madonnu sem bar fána Palestínu í atriði Madonnu í Eurovision og uppskar tæplega tveggja klukkustunda yfirheyrslu á flugvellinum í Tel Aviv á heimleiðinni.

„Ég lenti í langri yfirheyrslu þegar ég fór frá Ísrael fyrir margt löngu, hafandi ferðast um herteknu svæðin. Missti af flugvél fyrir vikið. Þetta var algjörlega tilgangslaus yfirheyrsla, það var einungis verið að kunngjöra hver hefði valdið. Ísrael er gegnsýrt af ofbeldi,“ skrifaði Egill.

Með hliðsjón af reynslu Berntsens höfðu margir áhyggjur af því hvernig flugvallareftirlitinu yrði hagað gagnvart íslenska Eurovision-hópnum eftir að þeir sýndu fána Palestínu í stigagjöfinni og kölluðu eftir því að stjórnvöld í Ísrael myndu binda enda á hernámið.

Meðlimir hljómsveitarinnar reyndust þó ekki eiga í neinum vandræðum með að komast í gegnum eftirlitið á Ben-Gurion-flugvellinum í Tel Aviv í morgun og eru þeir haldnir heim á leið.




Tengdar fréttir

Komust vandræðalaust í gegnum flugvallareftirlit

Með hliðsjón af reynslu Berntsen höfðu margir áhyggjur af því hvernig flugvallareftirlitinu yrði hagað gagnvart liðsmönnum Hatara eftir að þeir sýndu fána Palestínu í stigagjöfinni á Eurovision.

Eiga Hatarar tveggja tíma yfirheyrslu í vændum?

Dansari í atriði bandarísku söngkonunnar Madonnu á Eurovision í gærkvöldi segist hafa verið stöðvuð á flugvellinum í Tel Aviv og yfirheyrð í næstum tvo klukkutíma áður en hún fékk að yfirgefa landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×