Lífið

Komust vandræðalaust í gegnum flugvallareftirlit

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Með hliðsjón af reynslu Berntsen höfðu margir áhyggjur af því hvernig flugvallareftirlitinu yrði hagað gagnvart liðsmönnum Hatara eftir að þeir sýndu fána Palestínu í stigagjöfinni á Eurovision.
Með hliðsjón af reynslu Berntsen höfðu margir áhyggjur af því hvernig flugvallareftirlitinu yrði hagað gagnvart liðsmönnum Hatara eftir að þeir sýndu fána Palestínu í stigagjöfinni á Eurovision. Vísir

Meðlimir hljómsveitarinnar Hatara áttu ekki í neinum vandræðum með að komast í gegnum eftirlitið á Ben Gurion-flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael. Þeir eru nú á leiðinni aftur heim til Íslands.

Þetta hefur Mbl.is eftir Felix Bergssyni, fararstjóra íslenska hópsins.

Vísir greindi frá því í gær að dansarinn sem bar fána Palestínu í atriði Madonnu í Eurovision hefði verið yfirheyrð í tæpar tvær klukkustundir á flugvellinum.

Mona Berntsen, dansari Madonnu, greindi frá raunum sínum á Instagram reikningi sínum í gær. Hún lýsti því hvernig vegabréf hennar hafi verið grandskoðað margsinnis og hún beðin um að gefa upp ástæðurnar fyrir ferðalögum sínum til Miðausturlanda og gera grein fyrir öllu sem hún gerði í heimsókn sinni til Jerúsalem fyrir þremur árum.

Klemens kallaður upp og spurður út í saumavél

Með hliðsjón af reynslu Berntsen höfðu margir áhyggjur af því hvernig flugvallareftirlitinu yrði hagað gagnvart liðsmönnum Hatara eftir að þeir sýndu fána Palestínu í stigagjöfinni.

RÚV greinir frá því að Klemens Hannigan hafi verið kallaður upp í kallkerfi flugvallarins í morgun og óskað var eftir skýringum á saumavélinni sem hann hafði meðferðis í einni töskunni.

Laust fyrir klukkan átta í morgun var íslenski hópurinn kominn um borð í flugvélina.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.