Eiga Hatarar tveggja tíma yfirheyrslu í vændum? Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2019 19:00 Dansarar Madonnu voru með fána aftan á búningum sínum, annar bar ísraelskan fána og hinn palestínskan. Vísir/GEtty Dansari í atriði bandarísku söngkonunnar Madonnu á Eurovision í gærkvöldi segist hafa verið stöðvuð á flugvellinum í Tel Aviv og yfirheyrð í næstum tvo klukkutíma áður en hún fékk að yfirgefa landið. Umræddur dansari bar fána Palestínu í atriðinu sem sýnt var í beinni útsendingu í gær. Óljóst er hvernig tekið verður á móti Hatara, fulltrúum Íslands í Eurovision, á flugvellinum en þeir voru með sambærilegan gjörning í útsendingunni í gær.Sjá einnig: Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í Madonnu Mona Berntsen, dansarinn sem hér á í hlut, greinir frá málinu á Instagram-reikningi sínum. Hún þakkar Madonnu fyrir að hafa gert sér kleift að lýsa yfir stuðningu við Palestínu í gærkvöldi og segir „kúgunina á Vesturbakkanum“ raunverulega. „Klukkutímarnir eftir sýninguna í gær hafa verið spennuþrungnir en ég hefði ekki getað gert mér í hugarlund að fylgst skyldi með mér líkt og raunin varð,“ skrifar Berntsen í færslunni, þar sem hún birtir myndir af sér með fánann í atriðinu. Hún lýsir því svo að vegabréf hennar hafi verið grandskoðað af mörgum starfsmönnum við innritun í flugið heim og þá hafi yfirmaður öryggismála á flugvellinum yfirheyrt hana í rúman einn og hálfan klukkutíma. Hún hafi verið látin fara með ævisögu sína, gefa upp ástæður fyrir ferðalögum sínum til Miðausturlanda og lýsa öllu sem hún tók sér fyrir hendur þegar hún heimsótti Jerúsalem fyrir þremur árum. „Á leið minni ÚT úr landinu! Allt, að því er virðist, fyrir að bera fána sem hluta af sýningu, að lýsa yfir afstöðu í deilu, að stuðla að friði, einingu og frelsi.“ Færslu Berntsen má sjá hér að neðan.Gjörningur Madonnu vakti heldur meiri athygli ísraelskra fjölmiðla en sambærilegur gjörningur Hatara, sem einnig sýndu fána Palestínu í beinni útsendingu Eurovision í gærkvöldi. Madonna hafði þann háttinn á að láta tvo dansara bera fána, Berntsen bar fána Palestínu og ónefndur karldansari bar fána Ísraels, sem tákna átti frið milli landanna tveggja. Framkvæmdastjórn Eurovision sagði fánana ekki hafa verið sýnilega á æfingum fyrir kvöldið og ekki hafi fengist leyfi fyrir þeim. Brot úr atriði Madonnu, þar sem fánarnir sjást greinilega, má sjá í spilaranum hér að neðan. Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í Madonnu Ef marka má fyrstu viðbrögð nokkurra af stærstu fjölmiðlum Ísrael virðist sem að þeir séu lítið að velta útspili Hatara varðandi það að sýna fána Palestínu fyrir sér. 19. maí 2019 11:45 Dansari Madonnu skreyttur fána Palestínu Tveir dansarar Madonnu vöktu töluverða athygli áhorfenda þegar þau stigu á svið í Tel Aviv í kvöld. 19. maí 2019 00:16 Matthías segir ekkert annað hafa verið í stöðunni Hljómsveitarmeðlimir Hatara veifuðu palestínskum fánum í beinni útsendingu á Eurovision í gærkvöld. Söngvari sveitarinnar segir ekkert annað hafa verið í stöðunni. 19. maí 2019 11:15 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira
Dansari í atriði bandarísku söngkonunnar Madonnu á Eurovision í gærkvöldi segist hafa verið stöðvuð á flugvellinum í Tel Aviv og yfirheyrð í næstum tvo klukkutíma áður en hún fékk að yfirgefa landið. Umræddur dansari bar fána Palestínu í atriðinu sem sýnt var í beinni útsendingu í gær. Óljóst er hvernig tekið verður á móti Hatara, fulltrúum Íslands í Eurovision, á flugvellinum en þeir voru með sambærilegan gjörning í útsendingunni í gær.Sjá einnig: Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í Madonnu Mona Berntsen, dansarinn sem hér á í hlut, greinir frá málinu á Instagram-reikningi sínum. Hún þakkar Madonnu fyrir að hafa gert sér kleift að lýsa yfir stuðningu við Palestínu í gærkvöldi og segir „kúgunina á Vesturbakkanum“ raunverulega. „Klukkutímarnir eftir sýninguna í gær hafa verið spennuþrungnir en ég hefði ekki getað gert mér í hugarlund að fylgst skyldi með mér líkt og raunin varð,“ skrifar Berntsen í færslunni, þar sem hún birtir myndir af sér með fánann í atriðinu. Hún lýsir því svo að vegabréf hennar hafi verið grandskoðað af mörgum starfsmönnum við innritun í flugið heim og þá hafi yfirmaður öryggismála á flugvellinum yfirheyrt hana í rúman einn og hálfan klukkutíma. Hún hafi verið látin fara með ævisögu sína, gefa upp ástæður fyrir ferðalögum sínum til Miðausturlanda og lýsa öllu sem hún tók sér fyrir hendur þegar hún heimsótti Jerúsalem fyrir þremur árum. „Á leið minni ÚT úr landinu! Allt, að því er virðist, fyrir að bera fána sem hluta af sýningu, að lýsa yfir afstöðu í deilu, að stuðla að friði, einingu og frelsi.“ Færslu Berntsen má sjá hér að neðan.Gjörningur Madonnu vakti heldur meiri athygli ísraelskra fjölmiðla en sambærilegur gjörningur Hatara, sem einnig sýndu fána Palestínu í beinni útsendingu Eurovision í gærkvöldi. Madonna hafði þann háttinn á að láta tvo dansara bera fána, Berntsen bar fána Palestínu og ónefndur karldansari bar fána Ísraels, sem tákna átti frið milli landanna tveggja. Framkvæmdastjórn Eurovision sagði fánana ekki hafa verið sýnilega á æfingum fyrir kvöldið og ekki hafi fengist leyfi fyrir þeim. Brot úr atriði Madonnu, þar sem fánarnir sjást greinilega, má sjá í spilaranum hér að neðan.
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í Madonnu Ef marka má fyrstu viðbrögð nokkurra af stærstu fjölmiðlum Ísrael virðist sem að þeir séu lítið að velta útspili Hatara varðandi það að sýna fána Palestínu fyrir sér. 19. maí 2019 11:45 Dansari Madonnu skreyttur fána Palestínu Tveir dansarar Madonnu vöktu töluverða athygli áhorfenda þegar þau stigu á svið í Tel Aviv í kvöld. 19. maí 2019 00:16 Matthías segir ekkert annað hafa verið í stöðunni Hljómsveitarmeðlimir Hatara veifuðu palestínskum fánum í beinni útsendingu á Eurovision í gærkvöld. Söngvari sveitarinnar segir ekkert annað hafa verið í stöðunni. 19. maí 2019 11:15 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira
Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30
Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í Madonnu Ef marka má fyrstu viðbrögð nokkurra af stærstu fjölmiðlum Ísrael virðist sem að þeir séu lítið að velta útspili Hatara varðandi það að sýna fána Palestínu fyrir sér. 19. maí 2019 11:45
Dansari Madonnu skreyttur fána Palestínu Tveir dansarar Madonnu vöktu töluverða athygli áhorfenda þegar þau stigu á svið í Tel Aviv í kvöld. 19. maí 2019 00:16
Matthías segir ekkert annað hafa verið í stöðunni Hljómsveitarmeðlimir Hatara veifuðu palestínskum fánum í beinni útsendingu á Eurovision í gærkvöld. Söngvari sveitarinnar segir ekkert annað hafa verið í stöðunni. 19. maí 2019 11:15