Fótbolti

Dómari lést í miðjum fótboltaleik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
vísir/getty

Dómari í Bólivíu lést í þunna loftinu á Municipal Stadium í El Alto en völlurinn er í 3.900 metra hæð yfir sjávarmáli.

Það var á 47. mínútu leiksins sem Victor Hugo Hurtado féll til jarðar. Hann fékk þá hjartaáfall og fékk svo annað hjartaáfall er hann var á leið á sjúkrahús. Hið seinna banaði honum.

Eftir talsverða íhugun var ákveðið að halda áfram að spila leikinn sem var á milli Always Ready og Oriente Petrolero.

Það var markalaust er dómarinn féll til jarðar en áfallið með dómarann fór verr í leikmenn Petrolero sem voru annars hugar það sem eftir lifði leiks en hinir voru tilbúnir að halda áfram og unnu 5-0.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.