Fótbolti

Ronaldo lamdi bikarnum í soninn | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það var bikargleði hjá Juventus um helgina er liðið tók á móti ítalska meistaratitlinum og allt fór vel fram fyrir utan að Cristiano Ronaldo náði aðeins að meiða son sinn.

Ronaldo er nú vanari því en flestir að handfjatla bikar en lúkurnar voru eitthvað sveittar og bikarinn rann til í höndunum á honum.

Vildi ekki betur til en svo að bikarinn fór beint í andlitið á syni hans. Óþægilegt en guttinn beit á jaxlinn og hristi þetta af sér.

Fjölskyldumyndataka fór svo fram með bikarinn og allir fóru kátir heim.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.