Fótbolti

Sakar fyrrum lærisveina sína um veðmálasvindl: Frederik Schram stóð í markinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/getty
Það hefur gengið mikið á hjá danska B-deildarliðinu FC Roskilde á leiktíðinni. Á tímabili stefndi liðið í gjaldþrot og nú eru þeir aftur komnir í fréttirnar, á neikvæðan hátt.

Roskilde tapaði 2-1 fyrir Lyngby um síðustu helgi og daginn eftir leikinn steig þjálfari Roskilde fram og ásakaði leikmenn sína um veðmálasvindl.

Roskilde var yfir í leiknum en með tveimur mörkum undir lokin tryggðu Lyngby sér mikilvægan sigur en þeir berjast um að komast upp í deild þeirra bestu.







Eins og sést í tístinu hér að ofan var íslenski markvörðurinn, Frederik Schram, í marki Roskilde í viðkomandi leik en ekki hefur verið gefið upp hvaða leikmenn eiga í hlut. Þjálfarinn var þó rekinn er hann kom fram með þessar ásakanir.

TV 2 Sport hefur fyrir því heimildir að það séu leikmenn innan hópsins sem veðja á eigin leiki. Þeir reyni þó ekki að tapa leikjunum heldur ef þeir tapa líta þeir í það minnsta á þetta sem bónus. Ótrúlegur hugsunarháttur.

Danska íþróttasambandið hefur verið að rannsaka málið og í gær kom fram að þeir vildu skoða veðmálareikninga allra leikmanna liðsins.

Formaður leikmannasamtakanna, Mads Øland, sagði leikmönnunum að neita þessari beiðni því þetta sé of persónulegt en Vísir mun fylgjast áfram með gangi mála.

Roskilde hélt sæti sínu í B-deildinni um helgina með sigri á Frederica á heimavelli, 3-2. Frederik var í marki Hróarskeldumanna en mörkin úr leiknum gegn Lyngby má sjá hér að neðan.

Ólíklegt má þó teljast að Frederik sé einn leikmannanna sem eru ásakaðir um veðmálasvindlið en átti hann frábæran leik í marki Roskilde í leiknum umrædda gegn Lyngby eins og má sjá í myndbandinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×