Sakar fyrrum lærisveina sína um veðmálasvindl: Frederik Schram stóð í markinu Anton Ingi Leifsson skrifar 21. maí 2019 07:30 vísir/getty Það hefur gengið mikið á hjá danska B-deildarliðinu FC Roskilde á leiktíðinni. Á tímabili stefndi liðið í gjaldþrot og nú eru þeir aftur komnir í fréttirnar, á neikvæðan hátt. Roskilde tapaði 2-1 fyrir Lyngby um síðustu helgi og daginn eftir leikinn steig þjálfari Roskilde fram og ásakaði leikmenn sína um veðmálasvindl. Roskilde var yfir í leiknum en með tveimur mörkum undir lokin tryggðu Lyngby sér mikilvægan sigur en þeir berjast um að komast upp í deild þeirra bestu.| Startopstillingen mod Lyngby Boldklub Dagens udvalgte elleve ser således ud. Kyle McLagan, Patrick Da Silva, Andreas Bruus og Nicolai Jessen er nye ansigter i forhold til midtugekampen. Mark Gundelach er ude med karantæne, mens Robert Larsen er blevet ramt af sygdom #1Divpic.twitter.com/9LcRPM0nji — FC Roskilde (@FCRoskilde) May 12, 2019 Eins og sést í tístinu hér að ofan var íslenski markvörðurinn, Frederik Schram, í marki Roskilde í viðkomandi leik en ekki hefur verið gefið upp hvaða leikmenn eiga í hlut. Þjálfarinn var þó rekinn er hann kom fram með þessar ásakanir.TV 2 Sport hefur fyrir því heimildir að það séu leikmenn innan hópsins sem veðja á eigin leiki. Þeir reyni þó ekki að tapa leikjunum heldur ef þeir tapa líta þeir í það minnsta á þetta sem bónus. Ótrúlegur hugsunarháttur. Danska íþróttasambandið hefur verið að rannsaka málið og í gær kom fram að þeir vildu skoða veðmálareikninga allra leikmanna liðsins. Formaður leikmannasamtakanna, Mads Øland, sagði leikmönnunum að neita þessari beiðni því þetta sé of persónulegt en Vísir mun fylgjast áfram með gangi mála. Roskilde hélt sæti sínu í B-deildinni um helgina með sigri á Frederica á heimavelli, 3-2. Frederik var í marki Hróarskeldumanna en mörkin úr leiknum gegn Lyngby má sjá hér að neðan. Ólíklegt má þó teljast að Frederik sé einn leikmannanna sem eru ásakaðir um veðmálasvindlið en átti hann frábæran leik í marki Roskilde í leiknum umrædda gegn Lyngby eins og má sjá í myndbandinu.| FCRTV: Højdepunkter: FC Roskilde 1 - 2 Lyngby Boldklub Se Nicolai Jessens første scoring siden efterårets målfest mod FC Fredericia og Schrams gode redninger fra gårsdagens kamp lige her: https://t.co/QoHmzbfLQtpic.twitter.com/GOjnBMS3Yp — FC Roskilde (@FCRoskilde) May 13, 2019 Fótbolti Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Fleiri fréttir Verden Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Sjá meira
Það hefur gengið mikið á hjá danska B-deildarliðinu FC Roskilde á leiktíðinni. Á tímabili stefndi liðið í gjaldþrot og nú eru þeir aftur komnir í fréttirnar, á neikvæðan hátt. Roskilde tapaði 2-1 fyrir Lyngby um síðustu helgi og daginn eftir leikinn steig þjálfari Roskilde fram og ásakaði leikmenn sína um veðmálasvindl. Roskilde var yfir í leiknum en með tveimur mörkum undir lokin tryggðu Lyngby sér mikilvægan sigur en þeir berjast um að komast upp í deild þeirra bestu.| Startopstillingen mod Lyngby Boldklub Dagens udvalgte elleve ser således ud. Kyle McLagan, Patrick Da Silva, Andreas Bruus og Nicolai Jessen er nye ansigter i forhold til midtugekampen. Mark Gundelach er ude med karantæne, mens Robert Larsen er blevet ramt af sygdom #1Divpic.twitter.com/9LcRPM0nji — FC Roskilde (@FCRoskilde) May 12, 2019 Eins og sést í tístinu hér að ofan var íslenski markvörðurinn, Frederik Schram, í marki Roskilde í viðkomandi leik en ekki hefur verið gefið upp hvaða leikmenn eiga í hlut. Þjálfarinn var þó rekinn er hann kom fram með þessar ásakanir.TV 2 Sport hefur fyrir því heimildir að það séu leikmenn innan hópsins sem veðja á eigin leiki. Þeir reyni þó ekki að tapa leikjunum heldur ef þeir tapa líta þeir í það minnsta á þetta sem bónus. Ótrúlegur hugsunarháttur. Danska íþróttasambandið hefur verið að rannsaka málið og í gær kom fram að þeir vildu skoða veðmálareikninga allra leikmanna liðsins. Formaður leikmannasamtakanna, Mads Øland, sagði leikmönnunum að neita þessari beiðni því þetta sé of persónulegt en Vísir mun fylgjast áfram með gangi mála. Roskilde hélt sæti sínu í B-deildinni um helgina með sigri á Frederica á heimavelli, 3-2. Frederik var í marki Hróarskeldumanna en mörkin úr leiknum gegn Lyngby má sjá hér að neðan. Ólíklegt má þó teljast að Frederik sé einn leikmannanna sem eru ásakaðir um veðmálasvindlið en átti hann frábæran leik í marki Roskilde í leiknum umrædda gegn Lyngby eins og má sjá í myndbandinu.| FCRTV: Højdepunkter: FC Roskilde 1 - 2 Lyngby Boldklub Se Nicolai Jessens første scoring siden efterårets målfest mod FC Fredericia og Schrams gode redninger fra gårsdagens kamp lige her: https://t.co/QoHmzbfLQtpic.twitter.com/GOjnBMS3Yp — FC Roskilde (@FCRoskilde) May 13, 2019
Fótbolti Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Fleiri fréttir Verden Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Sjá meira