Pyndinganefnd í eftirlitsferð á Íslandi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. maí 2019 07:00 Ráðið hefur áður lýst yfir áhyggjum af geðheilbrigðismálum í fangelsum. Nefnd Evrópuráðs um varnir gegn pyndingum er í reglubundinni eftirlitsferð á Íslandi en nefndin var hér síðast 2012. Nefndin hefur eftirlit með stofnunum sem vista frelsissvipt fólk, fangelsi, geðdeildir og vistheimili. Þá ræða erindrekar nefndarinnar við fjölda fólks; starfsfólk umræddra stofnana, frjáls félagasamtök og fleiri. Nefndin kom hingað síðast í eftirlitsferð árið 2012 og gaf út skýrslu um heimsóknina 2013. Í skýrslunni var því lýst að aðstæður hér á landi væru heilt yfir góðar en þó fylgdu henni fjölmargar ábendingar um nauðsynlegar úrbætur auk beiðna um frekari upplýsingar. Lögð var áhersla á lokun gamalla fangelsa (í Kópavogi og á Skólavörðustíg) og hraðað yrði byggingu nýs fangelsis. Lýst var áhyggjum af geðheilbrigðismálum í fangelsum landsins og gagnrýnt að verulega skorti á að sett hefði verið heildstæð löggjöf um geðheilbrigðisþjónustu. Fulltrúar nefndarinnar gefa ekki kost á viðtölum við fjölmiðla meðan á heimsókn þeirra stendur vegna samningsbundinnar trúnaðarskyldu við stjórnvöld. Nefndin mun hins vegar fljótlega eftir heimsóknina senda frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur hvaða stofnanir voru heimsóttar og við hvaða yfirvöld var rætt. Þetta kemur fram í svari nefndarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Þar kemur einnig fram að búast megi við því að íslenskum stjórnvöldum verði send skýrsla nefndarinnar um heimsóknina síðla árs. Það verði þá undir stjórnvöldum komið hvort þau kjósa að birta skýrsluna opinberlega. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Nefnd Evrópuráðs um varnir gegn pyndingum er í reglubundinni eftirlitsferð á Íslandi en nefndin var hér síðast 2012. Nefndin hefur eftirlit með stofnunum sem vista frelsissvipt fólk, fangelsi, geðdeildir og vistheimili. Þá ræða erindrekar nefndarinnar við fjölda fólks; starfsfólk umræddra stofnana, frjáls félagasamtök og fleiri. Nefndin kom hingað síðast í eftirlitsferð árið 2012 og gaf út skýrslu um heimsóknina 2013. Í skýrslunni var því lýst að aðstæður hér á landi væru heilt yfir góðar en þó fylgdu henni fjölmargar ábendingar um nauðsynlegar úrbætur auk beiðna um frekari upplýsingar. Lögð var áhersla á lokun gamalla fangelsa (í Kópavogi og á Skólavörðustíg) og hraðað yrði byggingu nýs fangelsis. Lýst var áhyggjum af geðheilbrigðismálum í fangelsum landsins og gagnrýnt að verulega skorti á að sett hefði verið heildstæð löggjöf um geðheilbrigðisþjónustu. Fulltrúar nefndarinnar gefa ekki kost á viðtölum við fjölmiðla meðan á heimsókn þeirra stendur vegna samningsbundinnar trúnaðarskyldu við stjórnvöld. Nefndin mun hins vegar fljótlega eftir heimsóknina senda frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur hvaða stofnanir voru heimsóttar og við hvaða yfirvöld var rætt. Þetta kemur fram í svari nefndarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Þar kemur einnig fram að búast megi við því að íslenskum stjórnvöldum verði send skýrsla nefndarinnar um heimsóknina síðla árs. Það verði þá undir stjórnvöldum komið hvort þau kjósa að birta skýrsluna opinberlega.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira