Íslenski boltinn

Valur áfram með fullt hús og sigurmark Hólmfríðar í uppbótartíma á Selfossi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elín Metta skoraði eitt mark í kvöld.
Elín Metta skoraði eitt mark í kvöld. vísir/ernir
Valur er áfram með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna eftir að liðið vann öruggan 4-0 sigur á HK/Víking í Kórnum í kvöld.

Fyrsta markið kom á síðustu mínútu fyrri hálfleiks en markið skoraði Elín Metta Jensen. 1-0 fyrir Val í hálfleik en Elísa Viðarsdóttir tvöfaldaði forystuna á 55. mínútu.

Það voru svo varamennirnir Guðrún Karítas Sigurðardóttir og Mist Edvardsdóttir sem bættu við sitt hvoru markinu áður en yfir lauk og lokatölur 4-0.

Valur er með tólf stig, eins og Breiðablik á toppi deildarinnar en liðin eru með sömu markatöluna, 13-2. HK/Víkingur er með þrjú stig eftir fjóra leiki.

Nýliðar Keflavíkur köstuðu frá sér sigrinum gegn Selfoss á Selfossi en Selfoss vann dramatískan 3-2 sigur þar sem landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði sigurmarkið.

Barbára Sól Gísladóttir kom Selfoss yfir snemma leiks en Sophia Groff og Sveindís Jane Jónsdóttir komu Keflavík yfir fyrir hlé.

Grace Rapp jafnaði metin fyrir heimastúlkur á 69. mínútu og Hólmfríður skoraði svo sigurmarkið í uppbótartíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 69. mínútu.

Selfoss er því komið með sex stig en Keflavík er á botninum án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×