Innlent

Unglingar vilja rafrettur og heimabrugg

Benedikt Bóas skrifar
Fram kemur að 13,6 prósent ungmenna í 10. bekk í Hafnarfirði hafa prófað rafrettur.  Aðeins eitt prósent dregur að sér tóbaksreyk.
Fram kemur að 13,6 prósent ungmenna í 10. bekk í Hafnarfirði hafa prófað rafrettur. Aðeins eitt prósent dregur að sér tóbaksreyk. Fréttablaðið/Getty
Vímuefnaneysla unglinga í Hafnarfirði hefur sjaldan verið mæld jafn lítil. Íþrótta- og tómstundanefnd Hafnarfjarðar hefur þó áhyggjur af því hve margir fikta með rafrettur og að kannabisneysla standi að mestu í stað. Skýrsla frá Rannsóknum og greiningu um vímuefnaneyslu ungs fólks í Hafnarfirði var lögð fram til nefndarinnar í síðustu viku þar sem þetta kemur fram.Könnunin var lögð fyrir alla nemendur í 8., 9. og 10. bekk á Íslandi í febrúar og sáu kennarar um að leggja spurningalistana fram. Svörin voru ópersónurekjanleg. Áfengisdrykkja heldur áfram að hrynja, reykingar eru langt frá því að vera töff en aðeins eitt prósent hafnfirskra ungmenna í 10. bekk dregur að sér tóbaksreyk.Fram kemur að 13,6 prósent ungmenna í 10. bekk í Hafnarfirði hafa prófað rafrettu. Landsprósentan er heil 17,8 prósent yfir þá sem hafa dregið að sér rafrettureyk. Hafnfirðingar eru einnig mun betri í að ala börnin sín upp án áfengis því aðeins 21,8 prósent 10. bekkinga hafa einhvern tímann drukkið áfengi á meðan landshlutfallið er 34,4 prósent.Kókaín og amfetamín eru einu eiturlyfin sem ná yfir eitt prósent yfir þá sem segjast hafa prófað fíkniefni á ævinni en athygli vekur að 4,6 prósent hafnfirskra ungmenna segjast hafa smakkað heimabrugg. Er það í takt við landið allt. Alls segjast 6,5 prósent krakka í 10. bekk í Hafnarfirði hafa prófað marijúana á móti 5,9 prósentum yfir landið allt.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.