Nýr framherji Chelsea setur markið hátt og dreymir um að gera eins og Hazard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2019 13:00 Christian Pulisic. Mynd/@ChelseaFC Christian Pulisic var kynntur sem leikmaður Chelsea í gær en félagið keypti hann frá Borussia Dortmund. Chelsea keypti hann reyndar frá þýska liðinu í janúar en lánaði hann til Borussia Dortmund til loka tímabilsins. Kaupverðið var 58 milljónir punda eða tæplega 9,2 milljarðar íslenskra króna. Christian Pulisic skrifaði undir fimm ára samning í janúar en hann er enn bara tvítugur. Hann kemur til Lundúnaliðsins á sama tíma og það er mikil óvissa um framtíð Belgans frábæra Eden Hazard. Blaðamenn spurðu Christian Pulisic líka strax út í Eden Hazard. „Það er ótrúlegt að sjá hvað Eden getur gert. Hann er leikmaður sem ég lít upp til og myndi elska að verða,“ sagði Christian Pulisic.Chelsea's new signing Christian Pulisic says he wants to have the same impact at Stamford Bridge as Eden Hazard.https://t.co/i5MczMPQfFpic.twitter.com/XN8oO0uVjN — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019„Það er án ef markmiðið að ná eins langt og hann. Enginn leikmaður er það vitlaus að vilja ekki vera í sama liði og hann,“ sagði Pulisic. Það er þó ekki líklegt að þeir Christian Pulisic og Eden Hazard fái að spila saman. Eden Hazard er væntanlega á förum til Real Madrid eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Christian Pulisic eyddi nokkrum dögum í London til að kynna sér betur aðstæður hjá Chelsea en flaug svo í sumarfrí heim til Bandaríkjanna í dag. Hann skoraði 4 mörk í 20 deildarleikjum með Borussia Dortmund á nýloknu tímabili en liðið endaði í öðru sæti á eftir Bayern München. Þetta verður ekki mjög langt frí hjá Pulisic því hann er að fara að keppa með bandaríska landsliðinu í sumar. Bandaríkjamenn taka þátt í Gullbikar Norður og Mið-Ameríku og fyrsti leikurinn er 18. júní. Þessi kaup Chelsea þýða að Christian Pulisic er orðinn dýrasti bandaríski knattspyrnumaðurinn frá upphafi. Hann er líka sá yngsti sem hefur verið fyrirliði bandaríska landsliðsins, sá yngsti sem skorar fyrir bandaríska landsliðið í undankeppni HM, yngsti erlendi leikmaðurinn sem skorar í Bundesligunni og sá yngsti til að spila með Dortmund í Meistaradeildinni. „Ég vil ekki að fólki líti bara á mig sem mann sem var yngstur til að gera hitt eða þetta. Ég vil verða stöðugur leikmaður sem fólk ber virðingu fyrir og leikmaður sem nær árangri í sinni deild,“ sagði Pulisic.We spoke to the new boy @cpulisic_10 yesterday, and he told us what he can bring to Chelsea... ...and he also spoke about Drogba, Lampard and Hazard! — Chelsea FC (@ChelseaFC) May 22, 2019 Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Christian Pulisic var kynntur sem leikmaður Chelsea í gær en félagið keypti hann frá Borussia Dortmund. Chelsea keypti hann reyndar frá þýska liðinu í janúar en lánaði hann til Borussia Dortmund til loka tímabilsins. Kaupverðið var 58 milljónir punda eða tæplega 9,2 milljarðar íslenskra króna. Christian Pulisic skrifaði undir fimm ára samning í janúar en hann er enn bara tvítugur. Hann kemur til Lundúnaliðsins á sama tíma og það er mikil óvissa um framtíð Belgans frábæra Eden Hazard. Blaðamenn spurðu Christian Pulisic líka strax út í Eden Hazard. „Það er ótrúlegt að sjá hvað Eden getur gert. Hann er leikmaður sem ég lít upp til og myndi elska að verða,“ sagði Christian Pulisic.Chelsea's new signing Christian Pulisic says he wants to have the same impact at Stamford Bridge as Eden Hazard.https://t.co/i5MczMPQfFpic.twitter.com/XN8oO0uVjN — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019„Það er án ef markmiðið að ná eins langt og hann. Enginn leikmaður er það vitlaus að vilja ekki vera í sama liði og hann,“ sagði Pulisic. Það er þó ekki líklegt að þeir Christian Pulisic og Eden Hazard fái að spila saman. Eden Hazard er væntanlega á förum til Real Madrid eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Christian Pulisic eyddi nokkrum dögum í London til að kynna sér betur aðstæður hjá Chelsea en flaug svo í sumarfrí heim til Bandaríkjanna í dag. Hann skoraði 4 mörk í 20 deildarleikjum með Borussia Dortmund á nýloknu tímabili en liðið endaði í öðru sæti á eftir Bayern München. Þetta verður ekki mjög langt frí hjá Pulisic því hann er að fara að keppa með bandaríska landsliðinu í sumar. Bandaríkjamenn taka þátt í Gullbikar Norður og Mið-Ameríku og fyrsti leikurinn er 18. júní. Þessi kaup Chelsea þýða að Christian Pulisic er orðinn dýrasti bandaríski knattspyrnumaðurinn frá upphafi. Hann er líka sá yngsti sem hefur verið fyrirliði bandaríska landsliðsins, sá yngsti sem skorar fyrir bandaríska landsliðið í undankeppni HM, yngsti erlendi leikmaðurinn sem skorar í Bundesligunni og sá yngsti til að spila með Dortmund í Meistaradeildinni. „Ég vil ekki að fólki líti bara á mig sem mann sem var yngstur til að gera hitt eða þetta. Ég vil verða stöðugur leikmaður sem fólk ber virðingu fyrir og leikmaður sem nær árangri í sinni deild,“ sagði Pulisic.We spoke to the new boy @cpulisic_10 yesterday, and he told us what he can bring to Chelsea... ...and he also spoke about Drogba, Lampard and Hazard! — Chelsea FC (@ChelseaFC) May 22, 2019
Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira