Nýr framherji Chelsea setur markið hátt og dreymir um að gera eins og Hazard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2019 13:00 Christian Pulisic. Mynd/@ChelseaFC Christian Pulisic var kynntur sem leikmaður Chelsea í gær en félagið keypti hann frá Borussia Dortmund. Chelsea keypti hann reyndar frá þýska liðinu í janúar en lánaði hann til Borussia Dortmund til loka tímabilsins. Kaupverðið var 58 milljónir punda eða tæplega 9,2 milljarðar íslenskra króna. Christian Pulisic skrifaði undir fimm ára samning í janúar en hann er enn bara tvítugur. Hann kemur til Lundúnaliðsins á sama tíma og það er mikil óvissa um framtíð Belgans frábæra Eden Hazard. Blaðamenn spurðu Christian Pulisic líka strax út í Eden Hazard. „Það er ótrúlegt að sjá hvað Eden getur gert. Hann er leikmaður sem ég lít upp til og myndi elska að verða,“ sagði Christian Pulisic.Chelsea's new signing Christian Pulisic says he wants to have the same impact at Stamford Bridge as Eden Hazard.https://t.co/i5MczMPQfFpic.twitter.com/XN8oO0uVjN — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019„Það er án ef markmiðið að ná eins langt og hann. Enginn leikmaður er það vitlaus að vilja ekki vera í sama liði og hann,“ sagði Pulisic. Það er þó ekki líklegt að þeir Christian Pulisic og Eden Hazard fái að spila saman. Eden Hazard er væntanlega á förum til Real Madrid eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Christian Pulisic eyddi nokkrum dögum í London til að kynna sér betur aðstæður hjá Chelsea en flaug svo í sumarfrí heim til Bandaríkjanna í dag. Hann skoraði 4 mörk í 20 deildarleikjum með Borussia Dortmund á nýloknu tímabili en liðið endaði í öðru sæti á eftir Bayern München. Þetta verður ekki mjög langt frí hjá Pulisic því hann er að fara að keppa með bandaríska landsliðinu í sumar. Bandaríkjamenn taka þátt í Gullbikar Norður og Mið-Ameríku og fyrsti leikurinn er 18. júní. Þessi kaup Chelsea þýða að Christian Pulisic er orðinn dýrasti bandaríski knattspyrnumaðurinn frá upphafi. Hann er líka sá yngsti sem hefur verið fyrirliði bandaríska landsliðsins, sá yngsti sem skorar fyrir bandaríska landsliðið í undankeppni HM, yngsti erlendi leikmaðurinn sem skorar í Bundesligunni og sá yngsti til að spila með Dortmund í Meistaradeildinni. „Ég vil ekki að fólki líti bara á mig sem mann sem var yngstur til að gera hitt eða þetta. Ég vil verða stöðugur leikmaður sem fólk ber virðingu fyrir og leikmaður sem nær árangri í sinni deild,“ sagði Pulisic.We spoke to the new boy @cpulisic_10 yesterday, and he told us what he can bring to Chelsea... ...and he also spoke about Drogba, Lampard and Hazard! — Chelsea FC (@ChelseaFC) May 22, 2019 Enski boltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira
Christian Pulisic var kynntur sem leikmaður Chelsea í gær en félagið keypti hann frá Borussia Dortmund. Chelsea keypti hann reyndar frá þýska liðinu í janúar en lánaði hann til Borussia Dortmund til loka tímabilsins. Kaupverðið var 58 milljónir punda eða tæplega 9,2 milljarðar íslenskra króna. Christian Pulisic skrifaði undir fimm ára samning í janúar en hann er enn bara tvítugur. Hann kemur til Lundúnaliðsins á sama tíma og það er mikil óvissa um framtíð Belgans frábæra Eden Hazard. Blaðamenn spurðu Christian Pulisic líka strax út í Eden Hazard. „Það er ótrúlegt að sjá hvað Eden getur gert. Hann er leikmaður sem ég lít upp til og myndi elska að verða,“ sagði Christian Pulisic.Chelsea's new signing Christian Pulisic says he wants to have the same impact at Stamford Bridge as Eden Hazard.https://t.co/i5MczMPQfFpic.twitter.com/XN8oO0uVjN — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019„Það er án ef markmiðið að ná eins langt og hann. Enginn leikmaður er það vitlaus að vilja ekki vera í sama liði og hann,“ sagði Pulisic. Það er þó ekki líklegt að þeir Christian Pulisic og Eden Hazard fái að spila saman. Eden Hazard er væntanlega á förum til Real Madrid eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Christian Pulisic eyddi nokkrum dögum í London til að kynna sér betur aðstæður hjá Chelsea en flaug svo í sumarfrí heim til Bandaríkjanna í dag. Hann skoraði 4 mörk í 20 deildarleikjum með Borussia Dortmund á nýloknu tímabili en liðið endaði í öðru sæti á eftir Bayern München. Þetta verður ekki mjög langt frí hjá Pulisic því hann er að fara að keppa með bandaríska landsliðinu í sumar. Bandaríkjamenn taka þátt í Gullbikar Norður og Mið-Ameríku og fyrsti leikurinn er 18. júní. Þessi kaup Chelsea þýða að Christian Pulisic er orðinn dýrasti bandaríski knattspyrnumaðurinn frá upphafi. Hann er líka sá yngsti sem hefur verið fyrirliði bandaríska landsliðsins, sá yngsti sem skorar fyrir bandaríska landsliðið í undankeppni HM, yngsti erlendi leikmaðurinn sem skorar í Bundesligunni og sá yngsti til að spila með Dortmund í Meistaradeildinni. „Ég vil ekki að fólki líti bara á mig sem mann sem var yngstur til að gera hitt eða þetta. Ég vil verða stöðugur leikmaður sem fólk ber virðingu fyrir og leikmaður sem nær árangri í sinni deild,“ sagði Pulisic.We spoke to the new boy @cpulisic_10 yesterday, and he told us what he can bring to Chelsea... ...and he also spoke about Drogba, Lampard and Hazard! — Chelsea FC (@ChelseaFC) May 22, 2019
Enski boltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira