Nýr framherji Chelsea setur markið hátt og dreymir um að gera eins og Hazard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2019 13:00 Christian Pulisic. Mynd/@ChelseaFC Christian Pulisic var kynntur sem leikmaður Chelsea í gær en félagið keypti hann frá Borussia Dortmund. Chelsea keypti hann reyndar frá þýska liðinu í janúar en lánaði hann til Borussia Dortmund til loka tímabilsins. Kaupverðið var 58 milljónir punda eða tæplega 9,2 milljarðar íslenskra króna. Christian Pulisic skrifaði undir fimm ára samning í janúar en hann er enn bara tvítugur. Hann kemur til Lundúnaliðsins á sama tíma og það er mikil óvissa um framtíð Belgans frábæra Eden Hazard. Blaðamenn spurðu Christian Pulisic líka strax út í Eden Hazard. „Það er ótrúlegt að sjá hvað Eden getur gert. Hann er leikmaður sem ég lít upp til og myndi elska að verða,“ sagði Christian Pulisic.Chelsea's new signing Christian Pulisic says he wants to have the same impact at Stamford Bridge as Eden Hazard.https://t.co/i5MczMPQfFpic.twitter.com/XN8oO0uVjN — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019„Það er án ef markmiðið að ná eins langt og hann. Enginn leikmaður er það vitlaus að vilja ekki vera í sama liði og hann,“ sagði Pulisic. Það er þó ekki líklegt að þeir Christian Pulisic og Eden Hazard fái að spila saman. Eden Hazard er væntanlega á förum til Real Madrid eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Christian Pulisic eyddi nokkrum dögum í London til að kynna sér betur aðstæður hjá Chelsea en flaug svo í sumarfrí heim til Bandaríkjanna í dag. Hann skoraði 4 mörk í 20 deildarleikjum með Borussia Dortmund á nýloknu tímabili en liðið endaði í öðru sæti á eftir Bayern München. Þetta verður ekki mjög langt frí hjá Pulisic því hann er að fara að keppa með bandaríska landsliðinu í sumar. Bandaríkjamenn taka þátt í Gullbikar Norður og Mið-Ameríku og fyrsti leikurinn er 18. júní. Þessi kaup Chelsea þýða að Christian Pulisic er orðinn dýrasti bandaríski knattspyrnumaðurinn frá upphafi. Hann er líka sá yngsti sem hefur verið fyrirliði bandaríska landsliðsins, sá yngsti sem skorar fyrir bandaríska landsliðið í undankeppni HM, yngsti erlendi leikmaðurinn sem skorar í Bundesligunni og sá yngsti til að spila með Dortmund í Meistaradeildinni. „Ég vil ekki að fólki líti bara á mig sem mann sem var yngstur til að gera hitt eða þetta. Ég vil verða stöðugur leikmaður sem fólk ber virðingu fyrir og leikmaður sem nær árangri í sinni deild,“ sagði Pulisic.We spoke to the new boy @cpulisic_10 yesterday, and he told us what he can bring to Chelsea... ...and he also spoke about Drogba, Lampard and Hazard! — Chelsea FC (@ChelseaFC) May 22, 2019 Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Christian Pulisic var kynntur sem leikmaður Chelsea í gær en félagið keypti hann frá Borussia Dortmund. Chelsea keypti hann reyndar frá þýska liðinu í janúar en lánaði hann til Borussia Dortmund til loka tímabilsins. Kaupverðið var 58 milljónir punda eða tæplega 9,2 milljarðar íslenskra króna. Christian Pulisic skrifaði undir fimm ára samning í janúar en hann er enn bara tvítugur. Hann kemur til Lundúnaliðsins á sama tíma og það er mikil óvissa um framtíð Belgans frábæra Eden Hazard. Blaðamenn spurðu Christian Pulisic líka strax út í Eden Hazard. „Það er ótrúlegt að sjá hvað Eden getur gert. Hann er leikmaður sem ég lít upp til og myndi elska að verða,“ sagði Christian Pulisic.Chelsea's new signing Christian Pulisic says he wants to have the same impact at Stamford Bridge as Eden Hazard.https://t.co/i5MczMPQfFpic.twitter.com/XN8oO0uVjN — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019„Það er án ef markmiðið að ná eins langt og hann. Enginn leikmaður er það vitlaus að vilja ekki vera í sama liði og hann,“ sagði Pulisic. Það er þó ekki líklegt að þeir Christian Pulisic og Eden Hazard fái að spila saman. Eden Hazard er væntanlega á förum til Real Madrid eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Christian Pulisic eyddi nokkrum dögum í London til að kynna sér betur aðstæður hjá Chelsea en flaug svo í sumarfrí heim til Bandaríkjanna í dag. Hann skoraði 4 mörk í 20 deildarleikjum með Borussia Dortmund á nýloknu tímabili en liðið endaði í öðru sæti á eftir Bayern München. Þetta verður ekki mjög langt frí hjá Pulisic því hann er að fara að keppa með bandaríska landsliðinu í sumar. Bandaríkjamenn taka þátt í Gullbikar Norður og Mið-Ameríku og fyrsti leikurinn er 18. júní. Þessi kaup Chelsea þýða að Christian Pulisic er orðinn dýrasti bandaríski knattspyrnumaðurinn frá upphafi. Hann er líka sá yngsti sem hefur verið fyrirliði bandaríska landsliðsins, sá yngsti sem skorar fyrir bandaríska landsliðið í undankeppni HM, yngsti erlendi leikmaðurinn sem skorar í Bundesligunni og sá yngsti til að spila með Dortmund í Meistaradeildinni. „Ég vil ekki að fólki líti bara á mig sem mann sem var yngstur til að gera hitt eða þetta. Ég vil verða stöðugur leikmaður sem fólk ber virðingu fyrir og leikmaður sem nær árangri í sinni deild,“ sagði Pulisic.We spoke to the new boy @cpulisic_10 yesterday, and he told us what he can bring to Chelsea... ...and he also spoke about Drogba, Lampard and Hazard! — Chelsea FC (@ChelseaFC) May 22, 2019
Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti