Fótbolti

Hætti í landsliðinu en bara í einn dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Asamoah Gyan er tilbúinn að reima á sig landsliðskóna á ný.
Asamoah Gyan er tilbúinn að reima á sig landsliðskóna á ný. Getty/ Michael Dodge
Landsliðsskór Asamoah Gyan voru ekki lengi upp á hillu. Markahæsti landsliðsmaður Gana frá upphafi er nú hættur við að hætta.Forseti Gana, Nana Akufo-Addo, fékk fund með þessum 33 ára framherja og fékk hann til að taka landsliðsskóna af hillunni aðeins degi eftir að þeir fóru upp á hillu.Forsetinn sannfærði leikmanninn um að halda áfram að gefa kost á sér í landsliðið. „Þú verður að hlusta á forsetann þinn. Ég hef tekið vel í beiðni hans og gef kost á mér í landslið Kwasi Appiah,“ sagði Asamoah Gyan.Asamoah Gyan hætti í landsliðinu eftir að hann missti fyrirliðabandið.Gyan hefur alls skorað 51 mark í 106 landsleikjum fyrir Gana.Gana er á leiðinni í Afríkukeppnina í sumar og hópurinn verður væntanlega tilkynntur í dag. Andre Ayew tekur væntanlega við fyrirliðabandinu af Asamoah Gyan.Asamoah Gyan hefur verið að glíma við meiðsli og hefur ekkert spilað með landsliðinu síðan í september 21017. Hann er nú leikmaður tyrkneska félagsins Kayserispor.Asamoah Gyan hefur skoraði í sex Afríkukeppnum í röð og þá skoraði hann í þremur heimsmeistarakeppnum í röð frá 2006 til 2014.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.