Fótbolti

Ronaldo var tilbúinn að fá Mourinho til Juventus en svo verður ekki

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo og Mourinho.
Ronaldo og Mourinho. vísir/getty

Jose Mourinho verður ekki næsti stjóri Juventus á Ítalíu en þetta staðfesti Sky Sports fréttastofan nú undir kvöld.

Þeir hafa eftir heimildum sínum að Portúgalinn verði ekki næsti stjóri liðsins en Massimiliano Allegri var nokkuð óvænt látinn taka poka sinn eftir tímabilð.

Cristiano Ronaldo, stórstjarna liðsins, er sagður hafa verið meira en tilbúinn í það að fá Mourinho til félagsins en félagið réði ekki við launapakka Mourinho eftir kaupin á Ronaldo síðasta sumar.

Ronaldo og Mourinho áttu sínar rimmur er Mourinho var stjóri Ronaldo hjá Real Madrid en þeir eru taldir vera búnir að grafa stríðsöxina.

Juventus leitar því enn að nýjum þjálfara.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.