Fótbolti

„Krakkar herma eftir Neymar með því að láta sig detta“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Neymar þykir ekki vera með háan sársaukaþröskuld.
Neymar þykir ekki vera með háan sársaukaþröskuld. vísir/getty
Vicente del Bosque, fyrrverandi þjálfari Real Madrid og spænska landsliðsins, er ekki hrifinn af Brasilíumanninum Neymar og segir hann vera slæma fyrirmynd.Í viðtali við portúgalska blaðið A Bola var Del Bosque spurður að því hvorn leikmanninn Real Madrid ætti frekar að kaupa; Neymar eða Kylian Mbappé. Svar hans var býsna afgerandi.„Ég myndi frekar vilja fá Mbappé. Krakkar nú til dags herma eftir Neymar með því að láta sig detta,“ sagði Del Bosque og vísaði til leikaraskapsins sem Neymar er oft sakaður um.Neymar og Mbappé hafa leikið saman hjá Paris Saint-Germain undanfarin tvö ár. Bæði árin hefur liðið orðið franskur meistari.Frakklandsmeistaratitilinn var hins vegar eini titilinn sem PSG vann á tímabilinu og liðið féll úr leik fyrir Manchester United í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.PSG sækir Reims heim í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Neymar leikur ekki með PSG í kvöld þar sem hann er í leikbanni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.