Næsti þristur áætlar að koma á sunnudag Kristján Már Unnarsson skrifar 24. maí 2019 14:45 Miss Montana heitir þristurinn sem áformað er að lendi í Reykjavík á sunnudag. Mynd/D-Day Squadron. Stríðsþristarnir fimm, sem áðu í Reykjavík í gær á leiðinni til Normandí, eru núna allir flognir á brott áleiðis til Bretlands. Sá fyrsti fór í loftið laust fyrir klukkan átta í morgun en sá síðasti, Virginia Ann, um klukkan hálftvö. Áfangastaðurinn er flugvöllurinn í Duxford norðan London með millilendingu í Prestvík í Skotlandi. Þar með eru alls ellefu Douglas Dakota-flugvélar farnar í gegnum Ísland af þeim fjórtán, sem tilkynnt hefur verið að muni fljúga frá Bandaríkjunum til Evrópu vegna 75 ára afmælis innrásardagsins mikla, D-dagsins þann 6. júní.Flugvélin D-Day Doll var meðal þeirra sem flugu af landi brott í morgun.Stöð 2/KMU.Íslenski þristurinn Páll Sveinsson situr núna einn eftir á flugstæðinu norðan Loftleiðahótelsins. Þar var hann í gærkvöldi í hópi sex þrista sem almenningi gafst kostur á að skoða og gripu margir tækifærið í veðurblíðunni að komast í návígi við þessar sögufrægu flugvélar. Óvissa ríkir um hvenær síðustu þrír þristarnir verða á ferðinni, að sögn Stefáns Smára Kristinssonar hjá flugþjónustunni ACE FBO, sem sinnir þjónustu við vélarnar hérlendis. Hann telur líklegast að þristurinn Miss Montana komi næstur en áætlað er að hann verði í Reykjavík á sunnudag.Fjöldi fólks nýtti sér tækifærið sem gafst á Reykjavíkurflugvelli i gærkvöldi til að skoða forngripina.Stöð 2/KMU.Áhugamenn um þrista geta á meðan dáðst að Páli Sveinssyni sem, eftir vetrardvöl á Flugsafni Íslands á Akureyri, verður áfram í Reykjavík um sinn, að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins. Páll Sveinsson mun meðal annars taka þátt í flugdegi, sem áformaður er á Reykjavíkurflugvelli laugardaginn 1. júní. Það er einn af mörgum viðburðum sem búið er að skipuleggja í tilefni 100 ára afmælis flugs á Íslandi á þessu ári. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Páll komst loksins á stefnumót í kvöld Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum. 23. maí 2019 22:45 Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00 Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Stríðsþristarnir fimm, sem áðu í Reykjavík í gær á leiðinni til Normandí, eru núna allir flognir á brott áleiðis til Bretlands. Sá fyrsti fór í loftið laust fyrir klukkan átta í morgun en sá síðasti, Virginia Ann, um klukkan hálftvö. Áfangastaðurinn er flugvöllurinn í Duxford norðan London með millilendingu í Prestvík í Skotlandi. Þar með eru alls ellefu Douglas Dakota-flugvélar farnar í gegnum Ísland af þeim fjórtán, sem tilkynnt hefur verið að muni fljúga frá Bandaríkjunum til Evrópu vegna 75 ára afmælis innrásardagsins mikla, D-dagsins þann 6. júní.Flugvélin D-Day Doll var meðal þeirra sem flugu af landi brott í morgun.Stöð 2/KMU.Íslenski þristurinn Páll Sveinsson situr núna einn eftir á flugstæðinu norðan Loftleiðahótelsins. Þar var hann í gærkvöldi í hópi sex þrista sem almenningi gafst kostur á að skoða og gripu margir tækifærið í veðurblíðunni að komast í návígi við þessar sögufrægu flugvélar. Óvissa ríkir um hvenær síðustu þrír þristarnir verða á ferðinni, að sögn Stefáns Smára Kristinssonar hjá flugþjónustunni ACE FBO, sem sinnir þjónustu við vélarnar hérlendis. Hann telur líklegast að þristurinn Miss Montana komi næstur en áætlað er að hann verði í Reykjavík á sunnudag.Fjöldi fólks nýtti sér tækifærið sem gafst á Reykjavíkurflugvelli i gærkvöldi til að skoða forngripina.Stöð 2/KMU.Áhugamenn um þrista geta á meðan dáðst að Páli Sveinssyni sem, eftir vetrardvöl á Flugsafni Íslands á Akureyri, verður áfram í Reykjavík um sinn, að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins. Páll Sveinsson mun meðal annars taka þátt í flugdegi, sem áformaður er á Reykjavíkurflugvelli laugardaginn 1. júní. Það er einn af mörgum viðburðum sem búið er að skipuleggja í tilefni 100 ára afmælis flugs á Íslandi á þessu ári.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Páll komst loksins á stefnumót í kvöld Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum. 23. maí 2019 22:45 Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00 Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00
Páll komst loksins á stefnumót í kvöld Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum. 23. maí 2019 22:45
Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00
Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15