Innlent

Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis

Kristján Már Unnarsson skrifar
Þristurinn Betsy's Biscuit Bomber er meðal þeirra sem lenda í Reykjavík síðdegis.
Þristurinn Betsy's Biscuit Bomber er meðal þeirra sem lenda í Reykjavík síðdegis. Mynd/D-Day Squadron.

Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21 í kvöld norðan við Loftleiðahótelið.

Uppfært kl. 17.00. Staðfestir lendingartímar fimm véla: Kl. 15.30, kl. 16.35, kl. 16.40, kl. 17.35 og kl. 18.06.

Flugvélarnar í þessum hópi bera gæluheitin Betsy’s Biscuit Bomber, Virginia Ann, Pan Am, Flabob Express og D-Day Doll. Rétt eins og þristarnir í fyrsta hópnum, sem kom í byrjun vikunar, eiga þessir það flestir sammerkt að eiga áhugaverða og jafnvel ævintýralega rekstrarsögu frá stríðsárunum.

Þristurinn Flabob Express. Mynd/D-Day Squadron.

Sem dæmi má nefna þristinn sem kallast Flabob Express en hann var í þjónustu breska flughersins í stríðinu. Eitt hlutverk hans var að fljúga með æðstu ráðamenn Bretlands, þar á meðal sjálfan Winston Churchill og meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar. Fullyrt er að í gömlum flugdagbókum vélarinnar séu nöfn bæði Churchills og Margrétar prinsessu skráð á farþegalista. 

Annað dæmi er þristurinn sem nú kallast Pan Am, með skrásetningarnúmer N877MG. Í síðari heimsstyrjöld þjónaði hann mikilvægri flutningaleið Bandaríkjahers milli Indlands og Kína sem nefndist „over the Hump“ og lá yfir Himalaya-fjöllin. Eftir stríð komst hann í eigu Pan Am-flugfélagsins, sem nýtti hann mest á örstuttri flugleið milli Hong Kong og borgarinnar Guangzhou, eða Canton, á meginlandi Kína.

Sögufrægasta flugvélin, „That's All, Brother", sú sem leiddi innrásina í Normandí, flaug frá Reykjavík til Bretlands í gær. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.

Þeim sem undrast hversvegna margir flugáhugamenn hafa tekið sérstöku ástfóstri við þessa flugvélartegund er bent á að skoða þessa frétt, sem sýnd var á Stöð 2 fyrir tveimur árum:


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.