Enski boltinn

Tottenham tilbúið að borga 80 milljónir punda fyrir Bournemouth-tvíeykið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wilson og Brooks skoruðu samtals 21 mark í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
Wilson og Brooks skoruðu samtals 21 mark í ensku úrvalsdeildinni í vetur. vísir/getty
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Tottenham vilji fá Callum Wilson og David Brooks frá Bournemouth.

Talið er að Spurs sé tilbúið að borga 80 milljónir punda fyrir Wilson og Brooks sem léku vel með Bournemouth í vetur.

Tottenham hefur ekki keypt einn einasta leikmann í síðustu tveimur félagaskiptagluggum. Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Spurs, fær hins vegar að styrkja liðið í sumar og rennir hýru auga til Wilsons og Brooks.

Wilson skoraði 14 mörk og gaf níu stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni í vetur og vann sér sæti í enska landsliðinu. Hann kom til Bournemouth frá Coventry City 2014.

Brooks kom til Bournemouth frá Sheffield United síðasta sumar. Walesverjinn skoraði sjö mörk og lagði upp fimm í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Tottenham mætir Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Madríd eftir viku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×