Erlent

Enginn hefur lýst ábyrgð á sprengitilræðinu í Lyon

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglumenn við Victor Hugo-stræti þar sem sprengjan sprakk í gær.
Lögreglumenn við Victor Hugo-stræti þar sem sprengjan sprakk í gær. Vísir/EPA

Lögreglan í Frakklandi leitar nú manns á hjóli sem talinn er hafa staðið að sprengitilræði sem særði þrettán manns í Lyon í gær. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á sprengingunni, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Sprengjan sprakk fyrir utan bakarí við göngugötu í miðborg Lyon á sjötta tímanum síðdegis að staðartíma í gær. Tilræðismaðurinn sást á upptökum eftirlitsmyndavéla en hann er nú sagður á flótta. Lögreglan segir að ekki hafi tekist að bera kennsl á hann þar sem hann var með sólgleraugu og derhúfu. Hann er talinn vera um þrítugt.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að átta ára gömul stúlka sé á meðal þeirra sem særðust. Sár fólksins eru þó ekki talin alvarleg. Bögglasprengjan var full af skrúfum, boltum og róm.


Tengdar fréttir

Átta særðir eftir sprengingu í Lyon

Grunur leikur á að um pakkasprengju hafi verið að ræða. AFP fréttaveitan hefur eftir Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að þetta hafi verið "árás“.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.