Erlent

Átta særðir eftir sprengingu í Lyon

Samúel Karl Ólason skrifar
Talið er að sprengjan hafi innihaldið nagla, skrúfur og aðra hluti til að valda sem mestum skaða. Það virðist þó ekki hafa skilað tilætluðum árangri og eru flestir hinna særðu sagðir hafa hlotið minniháttar meiðsl.
Talið er að sprengjan hafi innihaldið nagla, skrúfur og aðra hluti til að valda sem mestum skaða. Það virðist þó ekki hafa skilað tilætluðum árangri og eru flestir hinna særðu sagðir hafa hlotið minniháttar meiðsl. Vísir/Getty

Minnst átta eru særðir eftir að sprenging varð við göngugötu í miðbæ Lyon í Frakklandi á fimmta tímanum í dag. Grunur leikur á að um pakkasprengju hafi verið að ræða. AFP fréttaveitan hefur eftir Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að þetta hafi verið „árás“.

Le Progrés segir talið að maður hafi ekið fjórhjóli eftir götunni og kastað sprengjunni á götuna. Hún hafi svo sprungið um tveimur mínútum síðar. Talið er að sprengjan hafi innihaldið nagla, skrúfur og aðra hluti til að valda sem mestum skaða. Það virðist þó ekki hafa skilað tilætluðum árangri og eru flestir hinna særðu sagðir hafa hlotið minniháttar meiðsl. Þeirra á meðal er þó átta ára stúlka.

Sprengjan sprakk yfir utan bakarí á gatnamótum í miðborg Lyon. Búið er að flytja alla særða af svæðinu og lögreglan hefur gengið úr skugga um að ekki hafi fleiri sprengjum verið komið þar fyrir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.